Það er allt vitlaust í bandaríska hafnaboltaheiminum eftir að leikmaður Toronto Blue Jays spilaði leik um helgina málaður í framan með slagorðinu: "Þú ert hommi."
Leikmaðurinn heitir Yunel Escobar og hann skrifaði þessa setningu á andlitið sitt á spænsku. Enginn gaf sérstakan gaum að því hvað þarna stæði í fyrstu en eftir að það fattaðist varð fjandinn laus.
"Toronto Blue Jays er mjög svekkt með þessa hegðun og styður það ekki að menn hagi sér á þennan hátt. Við gerum ekki upp á milli einstaklinga eftir kynþáttum eða kynhneigð," segir í yfirlýsingu frá félaginu.
Forráðamenn MLB-deildarinnar eru með málið inn á sínu borði og má fastlega búast við því að Escobar verði refsað fyrir athæfið.
Málaði "Þú ert hommi" á andlitið á sér

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
