NFL: Nóg af óvæntum úrslitum - Arizona vann New England á Gillette-vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2012 10:30 Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Mynd/Nordic Photos/Getty Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19 NFL Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19
NFL Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira