Einn umdeildasti íþróttamaður Bandaríkjanna, Michael Vick sem var dæmdur í fangelsi fyrir grimma meðferð á hundum, er orðinn hundaeigandi á nýjan leik.
Vick þurfti að dúsa í steininum í eitt og hálft ár þar sem hann ól hunda til þess að berjast ólöglega og menn á hans vegum tóku svo hundana af lífi á grimmilegan hátt. Allt átti þetta sér stað á landareign hans.
Vick, sem er leikstjórnandi Philadelphia Eagles í NFL-deildinni, hefur reynt að rétta sinn hlut eftir að hann kom úr fangelsi og hefur meðal annars unnið með dýraverndunarsamtökum og talað um illa meðferð á dýrum.
Þrátt fyrir það eru margir mjög óhressir, eða hreinlega brjálaðir, yfir því að hann sé orðinn hundaeigandi á ný en honum var hreinlega meinað að eignast hund á meðan hann var á skilorði.
"Ég skil vel að margir taki illa í það að ég sé orðinn hundaeigandi. Sem faðir finnst mér aftur á móti mikilvægt að börnin mín læri að umgangast dýr á réttan hátt. Við munum sjá mjög vel um hundinn," sagði Vick.
Vick fær sér hund við litla hrifningu margra

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn