Umfangsmesta lyfjasvindl sögunnar | Armstrong gjörspilltur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2012 17:13 Nordic Photos / Getty Images Lyfjaeftirlitssamtök Bandaríkjanna, USADA, hafa sent frá sér risavaxna skýrslu um Lance Armstrong hjólreiðakappa og keppnislið hans. Armstrong fagnaði sigri í Tour de France sjö sinnum á ferlinum en nú er hann sakaður um að lyfjasvindl hans sé það umfangsmesta sem íþróttaheimurinn hafi kynnst. Í skýrslunni, sem er meira en þúsund blaðsíður, er sagt frá vitnisburði 26 manna, þar af fimmtán hjólreiðakappa. Hún hefur nú verið send Alþjóðahjólreiðasambandinu sem og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Framkvæmdarstjóri USADA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann fullyrðir að skýrslan sanni með öllu að US Postal Service-hjólreiðaliðið (USPS) hafi starfrækt umfangsmesta, faglegasta og árangursríkasta lyfjasvindl sem nokkur íþrótt hafi áður kynnst. Enn fremur sanni skýrslan að Lance Armstrong hafi notað ólögleg lyf, haft þau í fórum sínum og dreift til annarra. Nefnir hann meðal annars peningagreiðslur, tölvupósta og niðurstöður lyfjarannsókna sem styðji fyllilega við það. „Hin sorglegi sannleikur um blekkingarleik íþróttamannanna er að USPS-liðið fjármagnaði starfssemi sína með tugmilljónum dollara frá bandarískum skattborgurum." USADA setti Armstrong í lífstíðarbann í ágúst eftir að hann tilkynnti að hann myndi ekki svara fyrir kærur sem honum hafði verið birtar. Armstrong hefur ávallt neitað sök og þrætt fyrir hvers konar lyfjamisnotkun af sinni hálfu. Íþróttir Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Sjá meira
Lyfjaeftirlitssamtök Bandaríkjanna, USADA, hafa sent frá sér risavaxna skýrslu um Lance Armstrong hjólreiðakappa og keppnislið hans. Armstrong fagnaði sigri í Tour de France sjö sinnum á ferlinum en nú er hann sakaður um að lyfjasvindl hans sé það umfangsmesta sem íþróttaheimurinn hafi kynnst. Í skýrslunni, sem er meira en þúsund blaðsíður, er sagt frá vitnisburði 26 manna, þar af fimmtán hjólreiðakappa. Hún hefur nú verið send Alþjóðahjólreiðasambandinu sem og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Framkvæmdarstjóri USADA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann fullyrðir að skýrslan sanni með öllu að US Postal Service-hjólreiðaliðið (USPS) hafi starfrækt umfangsmesta, faglegasta og árangursríkasta lyfjasvindl sem nokkur íþrótt hafi áður kynnst. Enn fremur sanni skýrslan að Lance Armstrong hafi notað ólögleg lyf, haft þau í fórum sínum og dreift til annarra. Nefnir hann meðal annars peningagreiðslur, tölvupósta og niðurstöður lyfjarannsókna sem styðji fyllilega við það. „Hin sorglegi sannleikur um blekkingarleik íþróttamannanna er að USPS-liðið fjármagnaði starfssemi sína með tugmilljónum dollara frá bandarískum skattborgurum." USADA setti Armstrong í lífstíðarbann í ágúst eftir að hann tilkynnti að hann myndi ekki svara fyrir kærur sem honum hafði verið birtar. Armstrong hefur ávallt neitað sök og þrætt fyrir hvers konar lyfjamisnotkun af sinni hálfu.
Íþróttir Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti