Fótbolti

Sölvi og þjálfari FCK búnir að hreinsa loftið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sölvi í leik með FCK.
Sölvi í leik með FCK. Nordic Photos / Getty Images
Fram kemur í dönskum fjölmiðlum í dag að Sölvi Geir Ottesen hafi átt opinskátt samtal við þjálfara sinn hjá FC Kaupmannahöfn.

Þjálfarinn Ariel Jacobs gagnrýndi Sölva opinberlega í síðustu viku fyrir slæmt viðhorf eftir að sá síðarnefndu var settur út úr byrjunarliðinu.

Jacobs segir nú að þau vandamál séu úr sögunni. „Við áttum hreinskilið samtal sem við munum halda út af fyrir okkur. Stundum hrósar maður leikmanni fyrir góða hegðun en þegar að það er ekki upp á teningnum verður maður að láta viðkomandi leikmann vita af því," sagði Jacobs.

„Þetta var samtal tveggja fullorðinna manna. Við munum draga okkar ályktanir af því og nú fáum við að byrja aftur með hreint borð."

Sölvi Geir mun þó ekki spila með FCK gegn Stuttgart í Evrópudeild UEFA í kvöld þar sem hann er rúmliggjandi með flensu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×