Frábær lokahringur tryggði Poulter sigurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 20:30 Poulter fagnaði sigrinum vel og innilega. Nordicphotos/Getty Ian Poulter vann frábæran sigur á HSBC Champions-mótinu sem lauk í Kína í dag en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni. Poulter tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring en hann spilaði síðustu átján holurnar á 65 höggum eða sjö undir pari. Það reiknuðu fæstir með sigri Poulter fyrir lokahringinn þegar hann var fjórum höggum á eftir Lee Westwood og Louis Oosthuizen sem deildu efsta sætinu. Kapparnir náðu hins vegar aðeins pari á lokahringnum og deildu þriðja sæti á meðan Poulter stal senunni. Með sigrinum tókst Poulter að fylgja á eftir frábærri frammistöðu með liði Evrópu í Ryder-bikarnum á dögunum. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvers vegna Poulter þrífist betur í liðakeppni eða holukeppni en hefðbundnum höggleik. Poulter fór yfir það með fréttamönnum eftir sigurinn í Kína. „Fólk spurði mig ítrekað (eftir Ryder-bikarinn) hvers vegna ég gæti ekki staðið mig svona vel vikulega í höggleiknum. Þetta snýst um að mæta til leiks fullkomlega meðvitaður um hvað þarf gera, þekkja völlinn og vera ákveðinn. Þannig gekk ég til verks hér. Ég hef verið ákveðinn í höggunum og sett niður pútt á réttum tímum," sagði Poulter. Með sigrinum varð Poulter aðeins annar Englendingurinn til þess að vinna tvo sigra á Heimsmótaröðinni í golfi. Englendingurinn viðurkenndi að Ryder-bikarinn hefði gefið honum sjálfstraust. „Ég þarf að nýta mér sjálfstraustið úr Ryder-bikarnum eins vel og ég mögulega get í höggleiknum. Það gekk í þessari viku og vonandi heldur það áfram í lengri tíma," sagði Poulter sem hlaut 1,2 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 150 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé. Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ian Poulter vann frábæran sigur á HSBC Champions-mótinu sem lauk í Kína í dag en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni. Poulter tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring en hann spilaði síðustu átján holurnar á 65 höggum eða sjö undir pari. Það reiknuðu fæstir með sigri Poulter fyrir lokahringinn þegar hann var fjórum höggum á eftir Lee Westwood og Louis Oosthuizen sem deildu efsta sætinu. Kapparnir náðu hins vegar aðeins pari á lokahringnum og deildu þriðja sæti á meðan Poulter stal senunni. Með sigrinum tókst Poulter að fylgja á eftir frábærri frammistöðu með liði Evrópu í Ryder-bikarnum á dögunum. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvers vegna Poulter þrífist betur í liðakeppni eða holukeppni en hefðbundnum höggleik. Poulter fór yfir það með fréttamönnum eftir sigurinn í Kína. „Fólk spurði mig ítrekað (eftir Ryder-bikarinn) hvers vegna ég gæti ekki staðið mig svona vel vikulega í höggleiknum. Þetta snýst um að mæta til leiks fullkomlega meðvitaður um hvað þarf gera, þekkja völlinn og vera ákveðinn. Þannig gekk ég til verks hér. Ég hef verið ákveðinn í höggunum og sett niður pútt á réttum tímum," sagði Poulter. Með sigrinum varð Poulter aðeins annar Englendingurinn til þess að vinna tvo sigra á Heimsmótaröðinni í golfi. Englendingurinn viðurkenndi að Ryder-bikarinn hefði gefið honum sjálfstraust. „Ég þarf að nýta mér sjálfstraustið úr Ryder-bikarnum eins vel og ég mögulega get í höggleiknum. Það gekk í þessari viku og vonandi heldur það áfram í lengri tíma," sagði Poulter sem hlaut 1,2 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 150 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira