NBA: Lakers tapar og tapar - Harden frábær í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2012 09:00 Dwight Howard. Mynd/Nordic Photos/Getty Los Angeles Lakers tapaði öllum átta leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins eftir tap í Portland í nótt. James Harden fór á kostum í fyrsta leik sínum með Houston Rockets og Los Angeles Clippers, San Antonio Spurs, Chicago Bulls og Philadelphia 76ers byrjuðu öll með sigri.Dwight Howard var með 33 stig og 14 fráköst fyrir Los Angeles Lakers en það var ekki nóg þegar liðið tapaði 106-116 á móti Portland Trail Blazers. Nicolas Batum skoraði 26 stig fyrir Portland-liðið og nýliðinn Damian Lillard var með 22 stig og 11 stoðsendingar í fyrsta leik. „Við verðum að læra að spila saman. Þú þarft fyrst að verða góður áður en þú getur orðið frábær," sagði Dwight Howard. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Paul Gasol var með 16 stig. Steve Nash var bara með 2 stig og 4 stoðsendingar en haltraði af velli í lok fyrri hálfleiks og spilaði því bara í 16 mínútur.James Harden hélt upp á nýjan risasamning við Houston Rockets með frábærum leik í 105-96 sigri á Detroit Pistons. Harden var með 37 stig og 12 stoðsendingar í leiknum en Detroit var 11 stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta. Brandon Knight skoraði mest fyrir Detroit eða 15 stig.Jamal Crawford skoraði 29 stig á 30 mínútum í fyrsta leiknum með Los Angeles Clippers þegar liðið vann 101-92 sigur á Memphis Grizzlies. Chris Paul var með 12 stig og 12 stoðsendingar og Blake Griffin bætti við 11 stigum.Tim Duncan var með 24 stig og tíok 11 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 99-95 sigur á New Orleans Hornets og Tony Parker skoraði 23 stig og setti niður mikilvægan þrist á lokasekúndunum. Nýliðinn Anthony Davis var með 21 stig og 7 fráköst í sínum fyrsta leik.Joakim Noah var með 23 stig og 10 fráköst þegar Chicago Bulls vann 94-87 heimasigur á Sacramento Kings. Richard Hamilton var með 19 stig og Carlos Boozer bætti við 18 stigum og 8 fráköstum.Mo Williams og Marvin Williams skoruðu báðir 21 stig þegar Utah Jazz vann 113-94 sigur á Dallas Mavericks. Paul Millsap var með 15 stig og 13 fráköst og Al Jefferson skoraði 14 stig og tók 12 fráköst. Darren Collison skoraði 17 stig fyrir Dallas-liðið sem náði ekki að fylgja eftir sigri á Lakers í fyrrinótt.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 88-90 Philadelphia 76ers - Denver Nuggets 84-75 Detroit Pistons - Houston Rockets 96-105 Chicago Bulls - Sacramento Kings 93-87 New Orleans Hornets - San Antonio Spurs 95-99 Utah Jazz - Dallas Mavericks 113-94 Phoenix Suns - Golden State Warriors 85-87 Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 101-92 Portland Trail Blazers - Los Angeles Lakers 116-106 NBA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Los Angeles Lakers tapaði öllum átta leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins eftir tap í Portland í nótt. James Harden fór á kostum í fyrsta leik sínum með Houston Rockets og Los Angeles Clippers, San Antonio Spurs, Chicago Bulls og Philadelphia 76ers byrjuðu öll með sigri.Dwight Howard var með 33 stig og 14 fráköst fyrir Los Angeles Lakers en það var ekki nóg þegar liðið tapaði 106-116 á móti Portland Trail Blazers. Nicolas Batum skoraði 26 stig fyrir Portland-liðið og nýliðinn Damian Lillard var með 22 stig og 11 stoðsendingar í fyrsta leik. „Við verðum að læra að spila saman. Þú þarft fyrst að verða góður áður en þú getur orðið frábær," sagði Dwight Howard. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Paul Gasol var með 16 stig. Steve Nash var bara með 2 stig og 4 stoðsendingar en haltraði af velli í lok fyrri hálfleiks og spilaði því bara í 16 mínútur.James Harden hélt upp á nýjan risasamning við Houston Rockets með frábærum leik í 105-96 sigri á Detroit Pistons. Harden var með 37 stig og 12 stoðsendingar í leiknum en Detroit var 11 stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta. Brandon Knight skoraði mest fyrir Detroit eða 15 stig.Jamal Crawford skoraði 29 stig á 30 mínútum í fyrsta leiknum með Los Angeles Clippers þegar liðið vann 101-92 sigur á Memphis Grizzlies. Chris Paul var með 12 stig og 12 stoðsendingar og Blake Griffin bætti við 11 stigum.Tim Duncan var með 24 stig og tíok 11 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 99-95 sigur á New Orleans Hornets og Tony Parker skoraði 23 stig og setti niður mikilvægan þrist á lokasekúndunum. Nýliðinn Anthony Davis var með 21 stig og 7 fráköst í sínum fyrsta leik.Joakim Noah var með 23 stig og 10 fráköst þegar Chicago Bulls vann 94-87 heimasigur á Sacramento Kings. Richard Hamilton var með 19 stig og Carlos Boozer bætti við 18 stigum og 8 fráköstum.Mo Williams og Marvin Williams skoruðu báðir 21 stig þegar Utah Jazz vann 113-94 sigur á Dallas Mavericks. Paul Millsap var með 15 stig og 13 fráköst og Al Jefferson skoraði 14 stig og tók 12 fráköst. Darren Collison skoraði 17 stig fyrir Dallas-liðið sem náði ekki að fylgja eftir sigri á Lakers í fyrrinótt.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 88-90 Philadelphia 76ers - Denver Nuggets 84-75 Detroit Pistons - Houston Rockets 96-105 Chicago Bulls - Sacramento Kings 93-87 New Orleans Hornets - San Antonio Spurs 95-99 Utah Jazz - Dallas Mavericks 113-94 Phoenix Suns - Golden State Warriors 85-87 Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 101-92 Portland Trail Blazers - Los Angeles Lakers 116-106
NBA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira