NBA: Kobe Bryant og Kevin Durant báðir með þrefalda tvennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2012 09:00 Kevin Durant treður hér boltanum í körfuna í nótt. Mynd/AP Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons.Kobe Bryant var með 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann Houston Rockets 119-108 en Dwight Howard bætti einnig við 28 stigum og 13 fráköstum. Lakers er búið að vinna fjóra af fimm leikjum sínum síðan að Mike Brown var rekinn. Mike D'Antoni ætlaði að stjórna sínum fyrsta leik í gær en frestaði komu sinni á bekkinn. Bernie Bickerstaff stjórnaði því liðinu í fimmta leiknum í röð. Chandler Parsons skoraði 24 stig fyrir Houston og James Harden var með 20 stig en Rockets-liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Kevin Durant var með 25 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Golden State Warriors 119-109. Þetta var fyrsta þrefalda tvenna hans á ferlinum. Russell Westbrook var með 30 stig í leiknum og Kevin Martin kom með 23 stig inn af bekknum en saman voru þeir tveir með 12 stoðsendingar, Westbrook 7 og Martin 5. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 22 stig og David Lee bætti við 19 stigum og 10 fráköstum.Andray Blatche var stigahæstur þegar Brooklyn Nets fagnaði sínum fimmta sigri í röð þegar liðið vann Sacramento Kings 99-90. Nets-liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins síðan að New Jersey Nets fór alla leið í lokaúrslitin 2002-03. Deron Williams var með 14 stig og 10 stoðsendingar og MarShon Brooks skoraði 9 af 14 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. DeMarcus Cousins var með 29 stig hjá Sacramento.Carmelo Anthony var með 26 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann 88-76 heimasigur á Indiana Pacers en New York hafði tapað í fyrsta sinn í vetur í leiknum á undan. JR Smith skoraði 13 stig og Raymond Felton var með 11 stig og 8 stoðsendingar. Paul George skoraði 20 stig fyrir Indiana.Detroit Pistons vann sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar liðið skellti Boston Celtics 103-83. Boston var að spila í fjórða sinn á fimm kvöldum og var aldrei með í leiknum. Greg Monroe skoraði 20 stig og tók 13 fráköst fyrir Detroit en Jared Sullinger var stigahæstur hjá Boston með 16 stig, Kevin Garnett skoraði 15 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 10 stoðsendingar.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Indiana Pacers 88-76 Toronto Raptors - Orlando Magic 97-86 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 86-79 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 90-99 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 119-109 Detroit Pistons - Boston Celtics 103-83 Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 102-94 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 119-108 NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons.Kobe Bryant var með 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann Houston Rockets 119-108 en Dwight Howard bætti einnig við 28 stigum og 13 fráköstum. Lakers er búið að vinna fjóra af fimm leikjum sínum síðan að Mike Brown var rekinn. Mike D'Antoni ætlaði að stjórna sínum fyrsta leik í gær en frestaði komu sinni á bekkinn. Bernie Bickerstaff stjórnaði því liðinu í fimmta leiknum í röð. Chandler Parsons skoraði 24 stig fyrir Houston og James Harden var með 20 stig en Rockets-liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Kevin Durant var með 25 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Golden State Warriors 119-109. Þetta var fyrsta þrefalda tvenna hans á ferlinum. Russell Westbrook var með 30 stig í leiknum og Kevin Martin kom með 23 stig inn af bekknum en saman voru þeir tveir með 12 stoðsendingar, Westbrook 7 og Martin 5. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 22 stig og David Lee bætti við 19 stigum og 10 fráköstum.Andray Blatche var stigahæstur þegar Brooklyn Nets fagnaði sínum fimmta sigri í röð þegar liðið vann Sacramento Kings 99-90. Nets-liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins síðan að New Jersey Nets fór alla leið í lokaúrslitin 2002-03. Deron Williams var með 14 stig og 10 stoðsendingar og MarShon Brooks skoraði 9 af 14 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. DeMarcus Cousins var með 29 stig hjá Sacramento.Carmelo Anthony var með 26 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann 88-76 heimasigur á Indiana Pacers en New York hafði tapað í fyrsta sinn í vetur í leiknum á undan. JR Smith skoraði 13 stig og Raymond Felton var með 11 stig og 8 stoðsendingar. Paul George skoraði 20 stig fyrir Indiana.Detroit Pistons vann sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar liðið skellti Boston Celtics 103-83. Boston var að spila í fjórða sinn á fimm kvöldum og var aldrei með í leiknum. Greg Monroe skoraði 20 stig og tók 13 fráköst fyrir Detroit en Jared Sullinger var stigahæstur hjá Boston með 16 stig, Kevin Garnett skoraði 15 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 10 stoðsendingar.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Indiana Pacers 88-76 Toronto Raptors - Orlando Magic 97-86 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 86-79 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 90-99 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 119-109 Detroit Pistons - Boston Celtics 103-83 Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 102-94 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 119-108
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga