Snæfell og Grindavík í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2012 21:26 Karlalið Snæfells og Grindavíkur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfuknattleik. Grindavík vann grannaslaginn gegn Keflavík en Snæfell sótti sigur á Ísafjörð gegn KFÍ. Grindavík og Keflavík mættust í hreinum úrslitaleik um sigur í A-riðli og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Eftir jafnan fyrsta leikhluta sigldu Íslandsmeistararnir fram úr og unnu stórsigur, 116-81. Grindavík hefndi með sigrinum fyrir tap gegn Keflavík í fyrri viðureign liðanna.Grindavík-Keflavík 116-81 (27-27, 28-17, 35-25, 26-12)Grindavík: Samuel Zeglinski 33/5 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 32/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ármann Vilbergsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4, Jón Axel Guðmundsson 4, Ólafur Ólafsson 2, Hinrik Guðbjartsson 1, Davíð Ingi Bustion 4 fráköst.Keflavík: Michael Craion 26/7 fráköst, Stephen Mc Dowell 23/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 15/6 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 4, Snorri Hrafnkelsson 3/6 fráköst, Sigurður Vignir Guðmundsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 1. Skallagrímur fékk 1. deildarlið Hauka í heimsókn í Borgarnes. Heimamenn leiddu með tveimur stigum í hálfleik en unnu seinni tvo leikhlutana með sjö stigum og sextán stiga sigur 108-92. Leikur liðanna var þýðingarlítill enda ljóst að baráttan um efsta sætið yrði á milli Grindavíkur og Keflavíkur.Skallagrímur-Haukar 108-92 (24-20, 25-27, 34-27, 25-18)Skallagrímur: Carlos Medlock 29/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 21/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 16, Davíð Guðmundsson 11, Trausti Eiríksson 11/7 fráköst/5 varin skot, Sigmar Egilsson 10/5 fráköst/10 stoðsendingar, Birgir Þór Sverrisson 6/5 stoðsendingar, Andrés Kristjánsson 4.Haukar: Arryon Williams 29/12 fráköst, Haukur Óskarsson 24, Þorsteinn Finnbogason 13/8 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 10/5 fráköst, Kristinn Marinósson 7/5 fráköst, Andri Freysson 4, Emil Barja 3/8 fráköst/8 stoðsendingar, Hlynur Viðar Ívarsson 2.Lokastaðan í A-riðli Grindavík 10 stig Keflavík 8 stig Skallagrímur 4 stig Haukar 2 stig B-riðillHafþór Ingi Gunnarsson skoraði fjögur stig fyrir Snæfellinga.Mynd/StefánGrindvíkingar mæta Snæfelli í undanúrslitum. Snæfellingar gerðu góða ferð vestur á Ísafjörð og lögðu KFÍ 87-74 en liðin leika í B-riðli. Með sigrinum tryggði Snæfell sér efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitum keppninnar.KFÍ-Snæfell 74-87 (22-15, 17-20, 14-27, 21-25)KFÍ: Damier Erik Pitts 23/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 17/12 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 14/7 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 9/10 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 6/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 5/6 stoðsendingar.Snæfell: Jay Threatt 20/8 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 18/4 fráköst, Asim McQueen 13/9 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Ólafur Torfason 10/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Stefán Karel Torfason 4, Hafþór Ingi Gunnarsson 4/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.Staðan í B-riðli: Snæfell 10 stig (6 leikir) KR 6 stig (5 leikir) KFÍ 4 stig (6 leikir) Hamar 2 stig (5 leikir) Fimm leikir fara fram í keppninni annað kvöld. Stjarnan og Tindastóll mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í C-riðli. Spennan er enn meiri í D-riðli þar sem Þór Þorlákshöfn, ÍR og Njarðvík eiga öll möguleika á efsta sæti riðilsins. Þór hefur átta stig á toppnum en ÍR og Njarðvík hafa sex stig. Undanúrslit keppninnar fara fram í Stykkishólmi næstkomandi föstudag.Leikirnir annað kvöld: B-riðill: KR-Hamar. C-riðill: Stjarnan-Tindastóll. C-riðill: Fjölnir-Breiðablik. D-riðill: ÍR-Valur. D-riðill: Þór Þ.-Njarðvík. Dominos-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Karlalið Snæfells og Grindavíkur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfuknattleik. Grindavík vann grannaslaginn gegn Keflavík en Snæfell sótti sigur á Ísafjörð gegn KFÍ. Grindavík og Keflavík mættust í hreinum úrslitaleik um sigur í A-riðli og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Eftir jafnan fyrsta leikhluta sigldu Íslandsmeistararnir fram úr og unnu stórsigur, 116-81. Grindavík hefndi með sigrinum fyrir tap gegn Keflavík í fyrri viðureign liðanna.Grindavík-Keflavík 116-81 (27-27, 28-17, 35-25, 26-12)Grindavík: Samuel Zeglinski 33/5 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 32/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ármann Vilbergsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4, Jón Axel Guðmundsson 4, Ólafur Ólafsson 2, Hinrik Guðbjartsson 1, Davíð Ingi Bustion 4 fráköst.Keflavík: Michael Craion 26/7 fráköst, Stephen Mc Dowell 23/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 15/6 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 4, Snorri Hrafnkelsson 3/6 fráköst, Sigurður Vignir Guðmundsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 1. Skallagrímur fékk 1. deildarlið Hauka í heimsókn í Borgarnes. Heimamenn leiddu með tveimur stigum í hálfleik en unnu seinni tvo leikhlutana með sjö stigum og sextán stiga sigur 108-92. Leikur liðanna var þýðingarlítill enda ljóst að baráttan um efsta sætið yrði á milli Grindavíkur og Keflavíkur.Skallagrímur-Haukar 108-92 (24-20, 25-27, 34-27, 25-18)Skallagrímur: Carlos Medlock 29/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 21/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 16, Davíð Guðmundsson 11, Trausti Eiríksson 11/7 fráköst/5 varin skot, Sigmar Egilsson 10/5 fráköst/10 stoðsendingar, Birgir Þór Sverrisson 6/5 stoðsendingar, Andrés Kristjánsson 4.Haukar: Arryon Williams 29/12 fráköst, Haukur Óskarsson 24, Þorsteinn Finnbogason 13/8 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 10/5 fráköst, Kristinn Marinósson 7/5 fráköst, Andri Freysson 4, Emil Barja 3/8 fráköst/8 stoðsendingar, Hlynur Viðar Ívarsson 2.Lokastaðan í A-riðli Grindavík 10 stig Keflavík 8 stig Skallagrímur 4 stig Haukar 2 stig B-riðillHafþór Ingi Gunnarsson skoraði fjögur stig fyrir Snæfellinga.Mynd/StefánGrindvíkingar mæta Snæfelli í undanúrslitum. Snæfellingar gerðu góða ferð vestur á Ísafjörð og lögðu KFÍ 87-74 en liðin leika í B-riðli. Með sigrinum tryggði Snæfell sér efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitum keppninnar.KFÍ-Snæfell 74-87 (22-15, 17-20, 14-27, 21-25)KFÍ: Damier Erik Pitts 23/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 17/12 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 14/7 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 9/10 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 6/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 5/6 stoðsendingar.Snæfell: Jay Threatt 20/8 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 18/4 fráköst, Asim McQueen 13/9 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Ólafur Torfason 10/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Stefán Karel Torfason 4, Hafþór Ingi Gunnarsson 4/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.Staðan í B-riðli: Snæfell 10 stig (6 leikir) KR 6 stig (5 leikir) KFÍ 4 stig (6 leikir) Hamar 2 stig (5 leikir) Fimm leikir fara fram í keppninni annað kvöld. Stjarnan og Tindastóll mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í C-riðli. Spennan er enn meiri í D-riðli þar sem Þór Þorlákshöfn, ÍR og Njarðvík eiga öll möguleika á efsta sæti riðilsins. Þór hefur átta stig á toppnum en ÍR og Njarðvík hafa sex stig. Undanúrslit keppninnar fara fram í Stykkishólmi næstkomandi föstudag.Leikirnir annað kvöld: B-riðill: KR-Hamar. C-riðill: Stjarnan-Tindastóll. C-riðill: Fjölnir-Breiðablik. D-riðill: ÍR-Valur. D-riðill: Þór Þ.-Njarðvík.
Dominos-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira