Fótbolti

Hallbera búin að framlengja við Piteå

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Hallbera Guðný Gísladóttir. Mynd/Stefán
Íslenska landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir verður áfram með Piteå IF í sænska kvennaboltanum en hún er búin að framlengja samning sinn við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðu Pitea-Tidningen.

Hallbera er nýbúin með sitt fyrsta tímabil með Piteå IF en hún kom til liðsins frá Val. Hallbera spilaði 18 af 22 leikjum liðsins á tímabilinu þar af 17 þeirra í byrjunarliðinu. Hún náði að skora eitt mark en Piteå-liðið endaði í 8. sæti deildarinnar.

„Í Hallberu erum við með vinstri fótar bakvörður í landsliðsklassa og slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Við erum því ánægð með að hún verði áfram í Piteå," sagði Leif Strandh íþróttastjóri félagsins.

„Þetta var fyrsta tímabilið hennar utan Íslands og hún lærði mikið. Við erum viss um að hún geti bætt sig enn frekar á sínu öðru tímabili," bætti Strandh við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×