Pittsburgh Steelers lenti í óvæntum vandræðum með Kansas City Chiefs í mánudagsleik NFL-deildarinnar. Liðið hafði þó að lokum sigur, 16-13, í framlengingu en sá sigur var dýrkeyptur.
Leikstjórnandi Steelers, Ben Roethlisberger, meiddist nefnilega illa á öxl í leiknum og er óttast að hann hafi farið úr axlarlið. Ef svo er þá verður hann fjarverandi á næstunni og tímabilið gæti jafnvel verið í hættu.
Það var fastlega búist við auðveldum sigri Steelers enda hefur Kansas ekkert getað í vetur. Liðið komst þó í 10-0 en þetta var í fyrsta skipti í vetur sem liðið nær forskoti eins ótrúlegt og það hljómar.
Steelers jafnaði fyrir hlé og hafði svo sigur í framlengingunni. Liðið er búið að vinna sex leiki en tapa þremur en Kansas hefur aðeins unnið enn leik í allan vetur.
