NBA í nótt: Lakers tapaði á heimavelli gegn Indiana 28. nóvember 2012 09:00 Pau Gasol og Kobe Bryant leyndu ekki vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Indiana í nótt. AP George Hill tryggði Indiana Pacers 79-77 sigur gegn Los Angeles Lakers á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Hill skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út og 40 stig frá Kobe Bryant dugðu skammt að þessu sinni. Hill skoraði 19 stig fyrir Indiana en þetta var þriðji sigur liðsins í röð í Staples Center, heimavelli Lakers. Indiana hélt hraðanum niðri og leikmenn Lakers áttu í tómu basli í sóknarleiknum. Bryant jafnaði metin þegar 24,5 sekúndur voru eftir með þriggja stiga körfu. Undir stjórn Mike D'Antoni er Lakers með 2 sigra og 3 tapleiki en hann tók við þjálfun liðsins eftir að Mike Brown var rekinn. Lakers daðraði við að bæta félagsmet í lægsta stigaskori frá upphafi og slökustu skotnýtingu frá upphafi – en átta stig á síðustu mínútum leiksins komu í veg fyrir að þau met féllu.Philadelphia – Dallas 100-98 Evan Turner skoraði 22 stig fyrir Philadelphia, Thaddeus Young skoraði 20 og Jrue Holiday skoraði 18 og gaf 7 stoðsendingar í 100-98 sigri liðsins gegn Dallas. Philadelphia hafði fyrir leikinn tapað sex leikjum í röð gegn Dallas. Chris Kaman skoraði 20 stig fyrir Dallas, Elton Brand og Shawn Marion skoruðu 17 stig hvor.Houston – Toronto 117-101 James Harden skoraði 24 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Houston sem er persónulegt met í NBA deildinni hjá Harden. Patrick Patterson bætti við 22 stigum fyrir heimamenn, Omer Asik skoraði 13 stig og tók 18 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 21 stig fyrir gestina frá Kanada sem hafa nú tapað fimm leikjum í röð.Sacramento – Minnesota 89-97 Kevin Love er að ná fyrri styrk í liði Minnesota en hann skoraði 23 stig og tók 24 fráköst í góðum útisigri gegn Sacramento. Þar með lauk fimm leikja taphrinu Sacramento. Love missti af fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar sem hann handarbrotnaði á æfingu. Tyreke Evans og DeMarcus Cousins skoruðu 20 stig hvor fyrir Sacramento. Luke Ridnour skoraði 18 og Nikola Pekovic skoraði 16 og tók 8 fráköst.Cleveland – Phoenix 78-91 Goran Dragic skoraði 19 stig fyrir Phoenix, Michael Beasley skoraði 15 fyrir gestina en Clevelend hefur tapað 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Anderson Varejao skoraði 20 stig og tók 18 fráköst fyrir heimamenn en hann er frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 14,7 fráköst að meðaltali. NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
George Hill tryggði Indiana Pacers 79-77 sigur gegn Los Angeles Lakers á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Hill skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út og 40 stig frá Kobe Bryant dugðu skammt að þessu sinni. Hill skoraði 19 stig fyrir Indiana en þetta var þriðji sigur liðsins í röð í Staples Center, heimavelli Lakers. Indiana hélt hraðanum niðri og leikmenn Lakers áttu í tómu basli í sóknarleiknum. Bryant jafnaði metin þegar 24,5 sekúndur voru eftir með þriggja stiga körfu. Undir stjórn Mike D'Antoni er Lakers með 2 sigra og 3 tapleiki en hann tók við þjálfun liðsins eftir að Mike Brown var rekinn. Lakers daðraði við að bæta félagsmet í lægsta stigaskori frá upphafi og slökustu skotnýtingu frá upphafi – en átta stig á síðustu mínútum leiksins komu í veg fyrir að þau met féllu.Philadelphia – Dallas 100-98 Evan Turner skoraði 22 stig fyrir Philadelphia, Thaddeus Young skoraði 20 og Jrue Holiday skoraði 18 og gaf 7 stoðsendingar í 100-98 sigri liðsins gegn Dallas. Philadelphia hafði fyrir leikinn tapað sex leikjum í röð gegn Dallas. Chris Kaman skoraði 20 stig fyrir Dallas, Elton Brand og Shawn Marion skoruðu 17 stig hvor.Houston – Toronto 117-101 James Harden skoraði 24 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Houston sem er persónulegt met í NBA deildinni hjá Harden. Patrick Patterson bætti við 22 stigum fyrir heimamenn, Omer Asik skoraði 13 stig og tók 18 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 21 stig fyrir gestina frá Kanada sem hafa nú tapað fimm leikjum í röð.Sacramento – Minnesota 89-97 Kevin Love er að ná fyrri styrk í liði Minnesota en hann skoraði 23 stig og tók 24 fráköst í góðum útisigri gegn Sacramento. Þar með lauk fimm leikja taphrinu Sacramento. Love missti af fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar sem hann handarbrotnaði á æfingu. Tyreke Evans og DeMarcus Cousins skoruðu 20 stig hvor fyrir Sacramento. Luke Ridnour skoraði 18 og Nikola Pekovic skoraði 16 og tók 8 fráköst.Cleveland – Phoenix 78-91 Goran Dragic skoraði 19 stig fyrir Phoenix, Michael Beasley skoraði 15 fyrir gestina en Clevelend hefur tapað 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Anderson Varejao skoraði 20 stig og tók 18 fráköst fyrir heimamenn en hann er frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 14,7 fráköst að meðaltali.
NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira