Liðsheildin var gríðarlega sterk hjá Chicago Bulls í nótt er liðið lagði NY Knicks af velli. Marco Belinelli og Luol Deng skoruðu báðir 22 stig og þrír aðrir leikmenn skoruðu yfir tíu stig.
Raymond Felton var atkvæðamestur í liði Knicks með 27 stig. Liðið lék án Carmelo Anthony sem er meiddur. Fimm leikja sigurgöngu Knicks er þar með lokið.
"Það geta allir stigið upp í þessu liði og skilað flottum tölum," sagði Joakim Noah, leikmaður Bulls, um frammistöðu Belinelli í leiknum.
Úrslit:
LA Clippers-Phoenix 117-99
Washington-Golden State 97-101
Charlotte-San Antonio 102-132
Boston-Philadelphia 92-79
Miami-New Orleans 106-90
Cleveland-Detroit 97-104
Chicago-NY Knicks 93-85
Memphis-Atlanta 83-93
Houston-Dallas 109-116
Portland-Sacramento 80-99
NBA: Bulls stöðvaði sigurgöngu Knicks

Mest lesið


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn

Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti



Hörður kominn undan feldinum
Körfubolti

