Sport

Íris Ósk Norðurlandameistari unglinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Keflavík.is
Íris Ósk Hilmarsdóttir úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar vann til gullverðlauna og setti Íslandsmet í telpnaflokki í 200 metra baksundi á Norðurlandamóti unglinga sem lauk í Finnlandi um helgina.

Íris Ósk kom í mark á tímanum 2:14.18 mínútur en gamla metið, sem var í hennar eigu, var 2:15.95 mínútur.

Boðsundsveitir Íslands í 4x100 metra skriðsundi og 4x200 metra skriðsundi settu piltamet á mótinu. Sveitin var skipuð þeim Aroni Erni Stefánssyni, Kristófer Sigurðssyni, Predraq Milos og Daníel Hannesi Pálssyni.

Auk Írisar Óskar unnu Kristinn Þórarinsson úr Fjölni, Bára Kristín Björgvinsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, Paulina Lazorikova úr Ægi og Ólöf Edda Eðvarðsdóttir úr ÍRB til verðlauna í Finnlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×