Ricky Rubio gæti leikið sinn fyrsta leik með Minnesota Timberwolves á laugardaginn en spænski landsliðsmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu frá því hann sleit krossband í hné þann 9. mars á þessu ári. Rubio var annar í kjörinu á nýliða ársins en hann var með 8,2 stoðsendingar í leik að meðaltali.
Forráðamenn Minnesota bíða spenntir eftir því að Rubio geti leikið með liðinu á ný og er allt eins líklegt að einhver hreyfing verði á leikmannahóp liðsins í kjölfarið.
Luke Ridnour og J.J. Barea hafa leyst leikstjórnendastöðuna í fjarveru hins 22 ára gamla Rubio – og hefur Minnesota unnið 9 leiki og tapað 9 á þessari leiktíð. Meiðsli lykilmanna hafa sett svip sinn á gengi liðsins. Framherjinn Kevin Love er tiltölulega nýbyrjaður að leika með liðinu eftir að hafa misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna handarbrots.
Ricky Rubio gæti leikið á ný um helgina með Minnesota

Mest lesið



Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn






Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn