Körfuknattleikskappinn Oddur Ólafsson er snúinn heim frá Bandaríkjunum og mun klára leiktímabilið með Hamri í 1. deild karla.
Oddur hefur verið við nám í Birmingham Southern háskólanum í Bandaríkjunum í hálft annað ár auk þess að spila með skólaliði félagsins. Hann segir í samtali við Karfan.is að hann hafi ekki verið nægilega sáttur það sem sneri að körfuknattleiknum.
„Þetta hentaði mér bara ekki. Skólinn var góður námslega séð, reyndar mjög góður, en ég var ekki sáttur með körfuboltann," segir Oddur sem hyggur á nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.
Oddur Ólafsson kominn heim í Hveragerði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Guðmundur rekinn frá Fredericia
Handbolti

Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær
Enski boltinn

„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“
Íslenski boltinn

Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt
Íslenski boltinn

Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“
Enski boltinn
