Kynhvöt karla og kvenna Teitur Guðmundsson skrifar 21. janúar 2012 06:00 Kynhvötin er ein af grunnhvötum beggja kynja og einn af drifkröftunum í samskiptum þeirra. Væntanlega munu flestir vera því sammála að hún sé nauðsynleg, á stundum óáreiðanleg og ekki til staðar, en á hjá sumum jafnvel yfirdrifin. Hægt er að skilgreina kynhvöt sem tilfinningu eða líðan sem byggir á flóknu samspili andlegra, líkamlegra og samfélagslegra þátta sem leiða af sér líffræðilegar, hugrænar og hegðunarlegar breytingar hjá einstaklingum þar sem markmiðið er einhvers konar fullnæging. Ekki skal lagt sérstaklega mat á það hvað er eðlilegt í sjálfu sér, enda engin mælistika til um það. Einstaklingar eru mismunandi eins og þeir eru margir og spila aldur, aðstæður, sjúkdómar, lyf og margt fleira hér auðvitað stórt hlutverk. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á og draga úr kynhvöt og þar af leiðandi samlífi einstaklinga. Þetta eru gjarnan mjög persónuleg mál og ekki á borð borin alla jafna í samtölum milli vina og kunningja, jafnvel ekki milli aðila í sambandi eða hjá hjónum. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem eigum samskipti við einstaklinginn í trúnaði og á bak við luktar dyr fáum oft að heyra um slík vandamál, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að í samböndum og lífi fólks en einnig t.d. sem aukaverkun við lyfi sem hefur verið ávísað. Það getur reynst fólki erfitt að tjá sig og stundum þarf að brjóta ísinn og opna umræðuna til þess að fá fram orsakir og afleiðingar. Þá er kynhvöt á stundum ruglað saman við kyngetu sem er allt annars eðlis þó þar geti verið samhengi á milli. Mjög mikilvægt er að fá fram góða sögu og nálgast vandann út frá kyni og aldri einstaklings auk þess sem taka þarf tillit til aðstæðna og umhverfis viðkomandi. Rannsóknir sýna að stór hópur kvenna, sérstaklega eftir tíðahvörf, finnur fyrir því sem á fagmáli er kallað FSD (Female Sexual Dysfunction) sem mætti lauslega þýða sem kynlífs- eða kynhvatartruflun. Það er þó umtalsverður hluti kvenna fyrir tíðahvörf sem hefur svipaðar kvartanir og er almenna reglan að þetta er vangreint vandamál hjá báðum hópum og þar af leiðandi vanmeðhöndlað. Algengast er að karlmenn eftir miðjan aldur finni fyrir ristruflun þar sem vandinn getur verið líkamlegur jafnt sem andlegur, yngri menn geta lýst svipuðum einkennum en orsakir þeirra eru sjaldnar líkamlegar. Hér er svipaða sögu að segja eins og með konurnar, nema umræðan er orðin opnari gagnvart þessum vanda eldri karla eins og ávísanir stinningarlyfja bera með sér. Hvað er þá það sem ber að hugsa um finni einstaklingar til minnkaðrar kynhvatar? Alþekkt er að andleg og líkamleg þreyta, svefnleysi, streita, áhyggjur, vanlíðan og samskiptaörðugleikar hvers kyns eru stórir áhrifaþættir hjá báðum kynjum. Áfengi og vímuefni losa um hömlur en dempa skilningarvitin og samskipti, þannig dregur úr kynhvöt og ánægju af samlífi. Dæmi um lyf sem geta haft áhrif á kynhvöt eru háþrýstingslyf, þunglyndislyf, ofnæmislyf, krabbameinslyf, getnaðarvarna- og hormónalyf. Mikilvægt er að átta sig á líkamlegum orsökum og gæta að andlegu jafnvægi en í grundvallaratriðum verður að huga að nánd, trausti, opnum og heiðarlegum samskiptum milli aðila auk þess að virða þau mörk sem hver einstaklingur setur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Kynhvötin er ein af grunnhvötum beggja kynja og einn af drifkröftunum í samskiptum þeirra. Væntanlega munu flestir vera því sammála að hún sé nauðsynleg, á stundum óáreiðanleg og ekki til staðar, en á hjá sumum jafnvel yfirdrifin. Hægt er að skilgreina kynhvöt sem tilfinningu eða líðan sem byggir á flóknu samspili andlegra, líkamlegra og samfélagslegra þátta sem leiða af sér líffræðilegar, hugrænar og hegðunarlegar breytingar hjá einstaklingum þar sem markmiðið er einhvers konar fullnæging. Ekki skal lagt sérstaklega mat á það hvað er eðlilegt í sjálfu sér, enda engin mælistika til um það. Einstaklingar eru mismunandi eins og þeir eru margir og spila aldur, aðstæður, sjúkdómar, lyf og margt fleira hér auðvitað stórt hlutverk. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á og draga úr kynhvöt og þar af leiðandi samlífi einstaklinga. Þetta eru gjarnan mjög persónuleg mál og ekki á borð borin alla jafna í samtölum milli vina og kunningja, jafnvel ekki milli aðila í sambandi eða hjá hjónum. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem eigum samskipti við einstaklinginn í trúnaði og á bak við luktar dyr fáum oft að heyra um slík vandamál, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að í samböndum og lífi fólks en einnig t.d. sem aukaverkun við lyfi sem hefur verið ávísað. Það getur reynst fólki erfitt að tjá sig og stundum þarf að brjóta ísinn og opna umræðuna til þess að fá fram orsakir og afleiðingar. Þá er kynhvöt á stundum ruglað saman við kyngetu sem er allt annars eðlis þó þar geti verið samhengi á milli. Mjög mikilvægt er að fá fram góða sögu og nálgast vandann út frá kyni og aldri einstaklings auk þess sem taka þarf tillit til aðstæðna og umhverfis viðkomandi. Rannsóknir sýna að stór hópur kvenna, sérstaklega eftir tíðahvörf, finnur fyrir því sem á fagmáli er kallað FSD (Female Sexual Dysfunction) sem mætti lauslega þýða sem kynlífs- eða kynhvatartruflun. Það er þó umtalsverður hluti kvenna fyrir tíðahvörf sem hefur svipaðar kvartanir og er almenna reglan að þetta er vangreint vandamál hjá báðum hópum og þar af leiðandi vanmeðhöndlað. Algengast er að karlmenn eftir miðjan aldur finni fyrir ristruflun þar sem vandinn getur verið líkamlegur jafnt sem andlegur, yngri menn geta lýst svipuðum einkennum en orsakir þeirra eru sjaldnar líkamlegar. Hér er svipaða sögu að segja eins og með konurnar, nema umræðan er orðin opnari gagnvart þessum vanda eldri karla eins og ávísanir stinningarlyfja bera með sér. Hvað er þá það sem ber að hugsa um finni einstaklingar til minnkaðrar kynhvatar? Alþekkt er að andleg og líkamleg þreyta, svefnleysi, streita, áhyggjur, vanlíðan og samskiptaörðugleikar hvers kyns eru stórir áhrifaþættir hjá báðum kynjum. Áfengi og vímuefni losa um hömlur en dempa skilningarvitin og samskipti, þannig dregur úr kynhvöt og ánægju af samlífi. Dæmi um lyf sem geta haft áhrif á kynhvöt eru háþrýstingslyf, þunglyndislyf, ofnæmislyf, krabbameinslyf, getnaðarvarna- og hormónalyf. Mikilvægt er að átta sig á líkamlegum orsökum og gæta að andlegu jafnvægi en í grundvallaratriðum verður að huga að nánd, trausti, opnum og heiðarlegum samskiptum milli aðila auk þess að virða þau mörk sem hver einstaklingur setur.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun