Eftirlit – eftirlit! Jón Bergsson skrifar 27. janúar 2012 06:00 Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum. Það er nú einu sinni þannig, að sá sem býr til vöru eða þjónustu ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast (e. fit for purpose) og standist kröfur kaupandans. Til þess verður framleiðandinn að nota rétta uppskrift eða vörulýsingu, hráefni og önnur aðföng, þjálfað starfsfólk, o.s.frv. Þetta er stundum kallað „gæðastjórnun“. Ekki er nokkur leið að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja framleiðandans, hvort sem þeir eru sjálfir framleiðendur, innflytjendur eða heildsalar. Því síður er hægt að varpa þessari ábyrgð á yfirvöld og opinberar stofnanir, nema þegar „hið opinbera“ er sjálft framleiðandi vöru eða þjónustu (skólar, sjúkrahús, o.s.frv.). Gera verður greinarmun á opinberu eftirliti með að lögum og reglugerðum sé framfylgt og gæðaeftirliti við framleiðslu á vöru eða þjónustu. Að tryggja gæði vöru er eðlilegur hluti af framleiðsluferlinu, og betra er að stjórna ferlinu þannig að tryggt sé að varan standist kröfur frekar en að reyna að staðfesta það eftir á með sýnatökum og prófunum. Þeir sem hafa kynnt sér tölfræði og líkindareikninga kringum sýnatökur, prófanir og gæðamat vita að aldrei er hægt að segja með fullri vissu að öll framleiðslan sé í lagi þó það sýni sem prófað var sé í lagi. Það er t.d. ekki hægt að fullyrða að allir kjúklingar í tiltekinni slátrun séu ómengaðir af salmonellu þó þau sýni sem prófuð voru séu í lagi. Kjúklingarnir sem sýnin voru tekin úr eru í lagi og ákveðnar tölfræðilegar líkur eru þá á að allir hinir séu líka í lagi. Opinberar eftirlitsstofnanir geta augljóslega ekki verið með í framleiðslu á öllum vörum. Eftirlit þeirra verður að byggjast á sýnatökum og mati með þeirri óvissu sem því fylgir. Og kostnaði. Eftirlit með loftgæðum, neysluvatni, frárennsli, umhverfismengun og þess háttar á augljóslega að vera á hendi opinberra eftirlitsstofnana og á kostnað skattgreiðenda. Þetta snertir okkur öll – samfélagið. Þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar, t.d. á vefsíðum, enda safnað til að gæta öryggis almennings. Kostnaður við gæðastjórnun við framleiðslu á vörum og þjónustu á hins vegar að vera hluti af kostnaði vörunnar og á kostnað kaupandans. Hugsanlegt er að þeir sem aldrei borða kjúkling kæri sig ekkert um að greiða fyrir gæðaprófanir á honum með opinberu eftirliti. En það er önnur leið til að tryggja að neytendur fái rétta vöru og þjónustu. Þetta er leið gæðastjórnunar, eða bara „góð stjórnun“. Gæðastjórnun er einfaldlega það að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem selja vöru eða þjónustu taka fulla ábyrgð á því sem fyrirtæki þeirra skilar til neytenda. Það gera þeir með því að vera þátttakendur í öllu sem fram fer innan fyrirtækisins… ekki bara í fjármáladeildinni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á því fólki sem hann treystir fyrir ákveðnum verkum og ábyrgð; að búa til gott kaffi, stjórna vélasamstæðu eða prófa sýni á rannsóknarstofu. Lykilhugtök í nútímagæðastjórnun eru t.d.: Ábyrgð stjórnenda, rýni stjórnenda, áhættugreining, skráning, samvinna við birgja, samvinna við neytendur, sjálfsmat og stöðugar úrbætur. Birgjar mega selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja, en sá sem er ábyrgur fyrir matvælafyrirtækinu á að tryggja að iðnaðarsalt sé bara notað til að salta bílaplanið en ekki í matvöruna sem verið er að framleiða. Á sama hátt má sútunarverksmiðjan kaupa iðnaðarsalt og nota við að súta skinn. Sé það ekki ætlað í þorramatinn. Það gefur auga leið að nauðsynlegu eftirliti sé best fyrir komið „á staðnum“ í formi framleiðslueftirlits og gæðaprófana. Þar við bætast innri úttektir og sjálfsmat til að sannreyna að öll ferli séu rétt og til að finna tækifæri til úrbóta. Þetta er kallað eftirlit fyrsta aðila. Þá koma samningar við birgja og úttektir ef ástæða þykir, t.d. með tilliti til áhættugreiningar. Þetta er eftirlit annars aðila. Ef ég væri að kaupa brjóstapúða til að setja í konur mundi ég t.d. íhuga þetta. Eftirlit þriðja aðila er svo allt ytra eftirlit af hálfu opinberra stofnana, t.d. vegna framleiðslu- eða starfsleyfis, og af hálfu viðskiptavina – óski þeir þess. Því betur sem fyrirtæki sinna eftirliti fyrsta og annars aðila því minni er vinna og kostnaður þriðja aðila við það eftirlit sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum. Það er nú einu sinni þannig, að sá sem býr til vöru eða þjónustu ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast (e. fit for purpose) og standist kröfur kaupandans. Til þess verður framleiðandinn að nota rétta uppskrift eða vörulýsingu, hráefni og önnur aðföng, þjálfað starfsfólk, o.s.frv. Þetta er stundum kallað „gæðastjórnun“. Ekki er nokkur leið að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja framleiðandans, hvort sem þeir eru sjálfir framleiðendur, innflytjendur eða heildsalar. Því síður er hægt að varpa þessari ábyrgð á yfirvöld og opinberar stofnanir, nema þegar „hið opinbera“ er sjálft framleiðandi vöru eða þjónustu (skólar, sjúkrahús, o.s.frv.). Gera verður greinarmun á opinberu eftirliti með að lögum og reglugerðum sé framfylgt og gæðaeftirliti við framleiðslu á vöru eða þjónustu. Að tryggja gæði vöru er eðlilegur hluti af framleiðsluferlinu, og betra er að stjórna ferlinu þannig að tryggt sé að varan standist kröfur frekar en að reyna að staðfesta það eftir á með sýnatökum og prófunum. Þeir sem hafa kynnt sér tölfræði og líkindareikninga kringum sýnatökur, prófanir og gæðamat vita að aldrei er hægt að segja með fullri vissu að öll framleiðslan sé í lagi þó það sýni sem prófað var sé í lagi. Það er t.d. ekki hægt að fullyrða að allir kjúklingar í tiltekinni slátrun séu ómengaðir af salmonellu þó þau sýni sem prófuð voru séu í lagi. Kjúklingarnir sem sýnin voru tekin úr eru í lagi og ákveðnar tölfræðilegar líkur eru þá á að allir hinir séu líka í lagi. Opinberar eftirlitsstofnanir geta augljóslega ekki verið með í framleiðslu á öllum vörum. Eftirlit þeirra verður að byggjast á sýnatökum og mati með þeirri óvissu sem því fylgir. Og kostnaði. Eftirlit með loftgæðum, neysluvatni, frárennsli, umhverfismengun og þess háttar á augljóslega að vera á hendi opinberra eftirlitsstofnana og á kostnað skattgreiðenda. Þetta snertir okkur öll – samfélagið. Þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar, t.d. á vefsíðum, enda safnað til að gæta öryggis almennings. Kostnaður við gæðastjórnun við framleiðslu á vörum og þjónustu á hins vegar að vera hluti af kostnaði vörunnar og á kostnað kaupandans. Hugsanlegt er að þeir sem aldrei borða kjúkling kæri sig ekkert um að greiða fyrir gæðaprófanir á honum með opinberu eftirliti. En það er önnur leið til að tryggja að neytendur fái rétta vöru og þjónustu. Þetta er leið gæðastjórnunar, eða bara „góð stjórnun“. Gæðastjórnun er einfaldlega það að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem selja vöru eða þjónustu taka fulla ábyrgð á því sem fyrirtæki þeirra skilar til neytenda. Það gera þeir með því að vera þátttakendur í öllu sem fram fer innan fyrirtækisins… ekki bara í fjármáladeildinni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á því fólki sem hann treystir fyrir ákveðnum verkum og ábyrgð; að búa til gott kaffi, stjórna vélasamstæðu eða prófa sýni á rannsóknarstofu. Lykilhugtök í nútímagæðastjórnun eru t.d.: Ábyrgð stjórnenda, rýni stjórnenda, áhættugreining, skráning, samvinna við birgja, samvinna við neytendur, sjálfsmat og stöðugar úrbætur. Birgjar mega selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja, en sá sem er ábyrgur fyrir matvælafyrirtækinu á að tryggja að iðnaðarsalt sé bara notað til að salta bílaplanið en ekki í matvöruna sem verið er að framleiða. Á sama hátt má sútunarverksmiðjan kaupa iðnaðarsalt og nota við að súta skinn. Sé það ekki ætlað í þorramatinn. Það gefur auga leið að nauðsynlegu eftirliti sé best fyrir komið „á staðnum“ í formi framleiðslueftirlits og gæðaprófana. Þar við bætast innri úttektir og sjálfsmat til að sannreyna að öll ferli séu rétt og til að finna tækifæri til úrbóta. Þetta er kallað eftirlit fyrsta aðila. Þá koma samningar við birgja og úttektir ef ástæða þykir, t.d. með tilliti til áhættugreiningar. Þetta er eftirlit annars aðila. Ef ég væri að kaupa brjóstapúða til að setja í konur mundi ég t.d. íhuga þetta. Eftirlit þriðja aðila er svo allt ytra eftirlit af hálfu opinberra stofnana, t.d. vegna framleiðslu- eða starfsleyfis, og af hálfu viðskiptavina – óski þeir þess. Því betur sem fyrirtæki sinna eftirliti fyrsta og annars aðila því minni er vinna og kostnaður þriðja aðila við það eftirlit sem nauðsynlegt er.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun