Okkur blæðir! Teitur Guðmundsson skrifar 31. janúar 2012 06:00 Ég ætla að vekja máls að nýju á þeirri staðreynd að samtengd rafræn sjúkraskrá á landsvísu hefur ekki enn litið dagsins ljós þrátt fyrir áralangar umræður um nauðsyn og gagnsemi slíks fyrirkomulags. Nýverið voru haldnir Læknadagar með miklum myndarbrag í hinu nýja ráðstefnuhúsi okkar Hörpunni, en þetta er stærsta einstaka ráðstefna lækna á Íslandi á hverju ári. Þar voru auðvitað ræddar ýmsar hliðar læknisfræðinnar, en mér er minnistætt málþing um svokallað „gate keeping“ eða tilvísanakerfi og þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu. Á þessum fundi komu fram sjónarmið ólíkra hagsmunaaðila um efnið og í pallborði gafst tækifæri til umræðna sem voru líflegar og drógust svo mjög á langinn að virtur geðlæknir þurfti að minna á að tíminn væri löngu liðinn og komið að næsta dagskrárlið. Það var ánægjulegt að fylgjast með samhljómi allra þeirra sem viðstaddir voru hversu mikilvægt og nauðsynlegt atriði þeir teldu það vera að tengja saman sjúkraskrá á landsvísu. Einn okkar þekktari heimilislækna frá Akureyri lýsti mikilli ánægju sinni með hversu vel hefði tekist að tengja saman sjúkraskrá fyrir allt Norðurland, heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir auk Fjórðungssjúkrahúss. Innleiðingin hafi tekist með ágætum og hagræði sé að þessu fyrirkomulagi. Hann klykkti svo út í kunnum hæðnistón og óskaði okkur Sunnlendingum til hamingju með fyrirkomulagið á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu ljósi er líklega rétt að upplýsa um það að sjúkraskrá er þegar tengd saman á nokkrum landfræðilega stærri heilbrigðisumdæmum landsins eins og t.a.m. á Austurlandi, Norðurlandi og Vesturlandi. Unnið er að samtengingum víðar, en höfuðborgarsvæðið, þar með talin Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landspítali og einkareknar stofur sérfræðinga eru ekki tengdar saman. Hér fer þó fram meginþorri samskipta við sjúklinga sem og milli fagaðila í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að koma á óvart, en við læknar þekkjum allir undrun þá sem skín úr augum skjólstæðinga okkar þegar þeir komast að því að við getum ekki lesið í tölvunni hvað aðrir læknar eða fagaðilar hafa gert, skrifað út af lyfjum eða pantað af rannsóknum. Það sér hver heilvita maður að þetta er algerlega forkastanlegt, hvað þá heldur að sum landsvæði geti slíkt en önnur ekki. Það er enn fremur sérlega ámælisvert þegar haft er í huga að eflaust yfir 95% af öllu heilbrigðiskerfinu hérlendis nota sama hugbúnaðinn undir sjúkraskrá. Möguleikar til samtengingar eru því umtalsverðir og mun auðveldari í framkvæmd en víðast annars staðar í heiminum. Nú ætla ég hæstvirtum velferðarráðherra ekkert annað en að hann sé með þetta verkefni í algerum forgangi og muni innan tíðar kynna framtíðarsýn sína og stjórnvalda um það hvernig þessum málum skuli varið. Það verður að taka ákvörðun, við erum búin að bíða alltof lengi eftir þessu. Okkur blæðir, er sannarlega rétt orðað í þessu samhengi, því kostnaður í heilbrigðiskerfinu er mikill og nauðsynlegt að koma í veg fyrir tvíverknað, bæta samskipti og upplýsingaflæði auk þess að tryggja öryggi sjúklinga. Við verðum að spara! En við erum að eyða óheyrilegum fjármunum í endurteknar rannsóknir, ítrekaðar lyfjaútskriftir, innlagnir sem við hefðum getað forðast og svo mætti lengi telja. Í viðskiptaheiminum er oft talað um ROI (Return on Investment) þegar fara á út í fjárfestingar. Ekki skal ég mæra fjármálaheiminn en þetta er skynsamleg nálgun og nauðsynleg áður en haldið er af stað í hvers kyns stærri kaup á búnaði eða þjónustu. Þær upplýsingar sem ég hef og tímalengd sú sem rætt er um í þessu samhengi, að tengja saman sjúkraskrá á landsvísu svo hún verði nothæf, myndu laða að hvaða fjárfesti sem er ef tekið væri tillit til ROI. Ég hef heyrt ýmsar skýringar á því hvers vegna ekki er enn búið að tengja okkur saman hér fyrir sunnan. Flestar byggja á einhvers konar valdatafli og hugmyndafræðilegu ósætti um það hvað kerfið skuli geta, aðrar á því að þetta kosti heil ósköp. Engin þeirra er þó rétt tel ég og merkilegt nokk getur enginn almennilega útskýrt fyrir mér hvað stöðvar ferli samtengingar á sjúkraskrá. Sé það svo að við ætlum okkur að nýta núverandi kerfi með öllum þeim kostum og göllum er okkur ekkert að vanbúnaði, enda búin að sýna fram á það í hinum landshlutunum. Ekki nema meiningin sé að skipta alfarið um kerfi sem vissulega er rétt að skoða í þessu stóra samhengi, en kostnaður yrði væntanlega umtalsverður. Svona rétt í lokin læt ég fylgja með litla sögu, en á tímabili var aðgangsstýring á gagnagrunni Landspítalans sem kom í veg fyrir að læknar á slysa- og bráðadeild til dæmis gætu séð gögn sjúklinga á geðdeild. Slíkar aðgangsstýringar eru skynsamlegar innan vissra marka og auðvitað er nauðsynlegt að haft sé eftirlit með þeim sem nota sjúkraskrár við vinnu sína. Það gat hins vegar komið sér afar illa ef einstaklingar sem voru í bráðri lífshættu leituðu á slysa- og bráðadeild og engar upplýsingar voru í kerfunum um sjúklinginn hjá meðhöndlandi lækni. Þetta hefur lagast sem betur fer. Okkur blæðir! Áfram nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég ætla að vekja máls að nýju á þeirri staðreynd að samtengd rafræn sjúkraskrá á landsvísu hefur ekki enn litið dagsins ljós þrátt fyrir áralangar umræður um nauðsyn og gagnsemi slíks fyrirkomulags. Nýverið voru haldnir Læknadagar með miklum myndarbrag í hinu nýja ráðstefnuhúsi okkar Hörpunni, en þetta er stærsta einstaka ráðstefna lækna á Íslandi á hverju ári. Þar voru auðvitað ræddar ýmsar hliðar læknisfræðinnar, en mér er minnistætt málþing um svokallað „gate keeping“ eða tilvísanakerfi og þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu. Á þessum fundi komu fram sjónarmið ólíkra hagsmunaaðila um efnið og í pallborði gafst tækifæri til umræðna sem voru líflegar og drógust svo mjög á langinn að virtur geðlæknir þurfti að minna á að tíminn væri löngu liðinn og komið að næsta dagskrárlið. Það var ánægjulegt að fylgjast með samhljómi allra þeirra sem viðstaddir voru hversu mikilvægt og nauðsynlegt atriði þeir teldu það vera að tengja saman sjúkraskrá á landsvísu. Einn okkar þekktari heimilislækna frá Akureyri lýsti mikilli ánægju sinni með hversu vel hefði tekist að tengja saman sjúkraskrá fyrir allt Norðurland, heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir auk Fjórðungssjúkrahúss. Innleiðingin hafi tekist með ágætum og hagræði sé að þessu fyrirkomulagi. Hann klykkti svo út í kunnum hæðnistón og óskaði okkur Sunnlendingum til hamingju með fyrirkomulagið á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu ljósi er líklega rétt að upplýsa um það að sjúkraskrá er þegar tengd saman á nokkrum landfræðilega stærri heilbrigðisumdæmum landsins eins og t.a.m. á Austurlandi, Norðurlandi og Vesturlandi. Unnið er að samtengingum víðar, en höfuðborgarsvæðið, þar með talin Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landspítali og einkareknar stofur sérfræðinga eru ekki tengdar saman. Hér fer þó fram meginþorri samskipta við sjúklinga sem og milli fagaðila í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að koma á óvart, en við læknar þekkjum allir undrun þá sem skín úr augum skjólstæðinga okkar þegar þeir komast að því að við getum ekki lesið í tölvunni hvað aðrir læknar eða fagaðilar hafa gert, skrifað út af lyfjum eða pantað af rannsóknum. Það sér hver heilvita maður að þetta er algerlega forkastanlegt, hvað þá heldur að sum landsvæði geti slíkt en önnur ekki. Það er enn fremur sérlega ámælisvert þegar haft er í huga að eflaust yfir 95% af öllu heilbrigðiskerfinu hérlendis nota sama hugbúnaðinn undir sjúkraskrá. Möguleikar til samtengingar eru því umtalsverðir og mun auðveldari í framkvæmd en víðast annars staðar í heiminum. Nú ætla ég hæstvirtum velferðarráðherra ekkert annað en að hann sé með þetta verkefni í algerum forgangi og muni innan tíðar kynna framtíðarsýn sína og stjórnvalda um það hvernig þessum málum skuli varið. Það verður að taka ákvörðun, við erum búin að bíða alltof lengi eftir þessu. Okkur blæðir, er sannarlega rétt orðað í þessu samhengi, því kostnaður í heilbrigðiskerfinu er mikill og nauðsynlegt að koma í veg fyrir tvíverknað, bæta samskipti og upplýsingaflæði auk þess að tryggja öryggi sjúklinga. Við verðum að spara! En við erum að eyða óheyrilegum fjármunum í endurteknar rannsóknir, ítrekaðar lyfjaútskriftir, innlagnir sem við hefðum getað forðast og svo mætti lengi telja. Í viðskiptaheiminum er oft talað um ROI (Return on Investment) þegar fara á út í fjárfestingar. Ekki skal ég mæra fjármálaheiminn en þetta er skynsamleg nálgun og nauðsynleg áður en haldið er af stað í hvers kyns stærri kaup á búnaði eða þjónustu. Þær upplýsingar sem ég hef og tímalengd sú sem rætt er um í þessu samhengi, að tengja saman sjúkraskrá á landsvísu svo hún verði nothæf, myndu laða að hvaða fjárfesti sem er ef tekið væri tillit til ROI. Ég hef heyrt ýmsar skýringar á því hvers vegna ekki er enn búið að tengja okkur saman hér fyrir sunnan. Flestar byggja á einhvers konar valdatafli og hugmyndafræðilegu ósætti um það hvað kerfið skuli geta, aðrar á því að þetta kosti heil ósköp. Engin þeirra er þó rétt tel ég og merkilegt nokk getur enginn almennilega útskýrt fyrir mér hvað stöðvar ferli samtengingar á sjúkraskrá. Sé það svo að við ætlum okkur að nýta núverandi kerfi með öllum þeim kostum og göllum er okkur ekkert að vanbúnaði, enda búin að sýna fram á það í hinum landshlutunum. Ekki nema meiningin sé að skipta alfarið um kerfi sem vissulega er rétt að skoða í þessu stóra samhengi, en kostnaður yrði væntanlega umtalsverður. Svona rétt í lokin læt ég fylgja með litla sögu, en á tímabili var aðgangsstýring á gagnagrunni Landspítalans sem kom í veg fyrir að læknar á slysa- og bráðadeild til dæmis gætu séð gögn sjúklinga á geðdeild. Slíkar aðgangsstýringar eru skynsamlegar innan vissra marka og auðvitað er nauðsynlegt að haft sé eftirlit með þeim sem nota sjúkraskrár við vinnu sína. Það gat hins vegar komið sér afar illa ef einstaklingar sem voru í bráðri lífshættu leituðu á slysa- og bráðadeild og engar upplýsingar voru í kerfunum um sjúklinginn hjá meðhöndlandi lækni. Þetta hefur lagast sem betur fer. Okkur blæðir! Áfram nú!
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun