Stattu upp! Pawel Bartoszek skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun