Hrekkjalómur gerði á sig af hræðslu 22. febrúar 2012 05:00 Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. Hann náði öðrum þeirra, og var ákærður fyrir að hafa tekið helst til harkalega á honum, gripið í háls hans, hrist hann svo hann féll, hótað að flengja hann og svo farið með hann í íbúð sína og haldið honum þar nauðugum þar til föður drengsins bar að garði. Ríkissaksóknari taldi að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás, hótun og brot gegn frjálsræði og barnaverndarlögum. Drengnum varð svo mikið um aðfarirnar að hann missti bæði þvag og hægðir og hefur átt mjög erfitt með að jafna sig. Dómurinn segir að manninum „hafi verið rétt, eins og á stóð og lýst hefur verið, að reyna að hafa hendur í hári þess eða þeirra sem höfðu valdið honum og fjölskyldu hans ónæði". Við það hafi hann ekki farið yfir strikið og hvorki beitt ofbeldi né hótunum. Hins vegar hafi hann átt að fara með drenginn rakleiðis heim til hans, en ekki heim til sín. Það sé frelsissvipting. Ákvörðun refsingar er frestað í tvö ár. - sh Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. Hann náði öðrum þeirra, og var ákærður fyrir að hafa tekið helst til harkalega á honum, gripið í háls hans, hrist hann svo hann féll, hótað að flengja hann og svo farið með hann í íbúð sína og haldið honum þar nauðugum þar til föður drengsins bar að garði. Ríkissaksóknari taldi að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás, hótun og brot gegn frjálsræði og barnaverndarlögum. Drengnum varð svo mikið um aðfarirnar að hann missti bæði þvag og hægðir og hefur átt mjög erfitt með að jafna sig. Dómurinn segir að manninum „hafi verið rétt, eins og á stóð og lýst hefur verið, að reyna að hafa hendur í hári þess eða þeirra sem höfðu valdið honum og fjölskyldu hans ónæði". Við það hafi hann ekki farið yfir strikið og hvorki beitt ofbeldi né hótunum. Hins vegar hafi hann átt að fara með drenginn rakleiðis heim til hans, en ekki heim til sín. Það sé frelsissvipting. Ákvörðun refsingar er frestað í tvö ár. - sh
Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira