Skapabarmaaðgerðir færast í aukana hjá lýtalæknum 23. febrúar 2012 06:00 Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira