Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum 23. febrúar 2012 04:30 Stórhuga áætlanir Auk þjónustu við bifreiðaeigendur er gert ráð fyrir að í Miðju Suðurlands verði meðal annars þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, matvöruverslanir, sérvöruverslanir, veitingastaðir og kaffihús, auk svæðis fyrir margs konar afþreyingu fyrir ferðamenn. Mynd/Gatnamót ehf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira