Tókst ekki að stöðva lestina í tæka tíð 23. febrúar 2012 00:30 Bjargað úr flakinu Slökkviliðsmenn bjarga særðum lestarfarþega úr flaki lestarinnar. 49 höfðu látist í gærkvöldi og yfir 600 látist. FRéttablaðið/AP Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestarinnar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofnaði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist sex metra inn í næsta vagn á undan. „Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski hafa margir dáið," sagði J.P. Schiavi, samgönguráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að slysið varð. Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki reyndist unnt að ræða við hann strax. Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri lestarstöðvum," sagði Ruben Sobrero, verkalýðsleiðtogi lestarstarfsmanna. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á fullri ferð og 200 manns létust. Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér stað. Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestarinnar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofnaði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist sex metra inn í næsta vagn á undan. „Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski hafa margir dáið," sagði J.P. Schiavi, samgönguráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að slysið varð. Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki reyndist unnt að ræða við hann strax. Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri lestarstöðvum," sagði Ruben Sobrero, verkalýðsleiðtogi lestarstarfsmanna. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á fullri ferð og 200 manns létust. Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér stað. Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“