Hvorki Kanadadal né íslenska krónu Þröstur Ólafsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Smám saman þrengist umræðan um gjaldmiðilsmál okkar. Flestir málsmetandi menn eru komnir á þá skoðun að ekki verði lifað áfram við íslensku krónuna. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft fellur gengi hennar áfram og það styttist í að því gengi verði náð sem erlendir bankar settu á krónuna strax eftir hrunið. Greiningadeild ein spáir því að gengi krónunnar eigi eftir af falla enn umtalsvert næstu árin og óróleiki á gjaldeyrismarkaði muni halda áfram. Þetta segir okkur að þrátt fyrir strangar gjaldeyrishömlur er ekki hægt að halda gengi krónunnar stöðugu. Hún hefur engan grunn til að fóta sig á. Þessu til viðbótar skulum við muna að á sveimi heima og erlendis eru yfir 400 mrð. IKR — svokallaðar aflandskrónur — sem bíða eftir því að verða breytt í gjaldeyri. Þegar það gerist mun það trauðla róa gjaldeyrismarkaðinn eða hækka gengi krónunnar. Gengi IKR er beintengt inn í vísitöluna og þar með við lán almennings og fyrirtækja. Þessi lán munu því hækka ótæpilega næstu árin um leið og greiðslugeta lántaka rýrnar ört. Þetta myndi þýða stórtæka gjaldtöku á almenning og víðtæk gjaldþrot, til viðbótar því sem þegar er orðið. Mun örðugra yrði að glíma við þetta síðara hrun en það fyrra, því svigrúmið nú er minna. Hrun krónunnar er borgað af almenningi, sérstaklega þeim sem tekið hafa verðtryggð lán. Sveigjanleiki krónunnar er ekki kostur eins og sumir vilja vera láta, heldur versti bölvaldur almennings. Núverandi gjaldmiðill er stærsti vandi þjóðarinnar. Hann verður ekki leystur nema skipta krónunni út. Árangur íslenskrar hagstjórnarÞó segja sumir, m.a. hagfræðiprófessorar, að við getum haldið í krónuna með aðhaldi í hagstjórn. Fræðilega má færa ýmis rök fyrir því, þótt það myndi aldrei loka fyrir spákaupmennsku um slíka örmynt. Hagstjórnin yrði því að vera mun aðhaldssamari en með annan gjaldmiðil vegna þess að krónan yrði að sýna ofurstyrk á mörkuðum, ef hún yrði gefin frjáls. Meginrökin gegn þessari hörðu hagstjórn eru þó afleit reynsla okkar til margra áratuga af hagstjórnarvilja íslenskra stjórnmálamanna. Þegar krónan var tekin upp á árunum 1922 til 26 var gengi hennar jafnt gengi dönsku krónunnar. Nú kostar hver dönsk króna u.þ.b. 23 IKR, þó hafa tvisvar verið tekin núll aftan af IKR. Með grófri nálgun má segja að gengi DKR móti IKR sé 2.400. Þetta er árangur íslenskrar hagstjórnar í 85 ár. Vissulega er hagþekking meiri nú en fyrr, og hér búa fjölmargir sérfræðingar sem búa yfir góðri þekkingu. Að því leyti stöndum við ekki illa. Hins vegar er mikil brotalöm á íslenskum stjórnmálum. Þar víkur almannahagur gjarnan fyrir sérhagsmunum og mun svo að öllum líkindum verða áfram. Íslensk stjórnmál eru í fjötrum sérhagsmuna auðlindaatvinnuvega og kjördæma. Ekkert bendir til þess að sérhagsmunagæsla sé á undanhaldi. Hrunið megnaði ekki einu sinni að hrófla við henni. Þarna er fyrst og fremst fámenni okkar um að kenna. Stjórnmálamenn eru of veikburða gegn ágengum og nálægum sérhagsmunum sem tengdir eru við kjósendur í gegnum kjördæmi með útblásinn kosningarétt. Auðlindaatvinnuvegir, einkum landbúnaður og sjávarútvegur, hafa í krafti handhafnar þeirra á íslenskum auðlindum ofurtök á íslensku efnahagslífi. Ef sjálfstæð króna á að eiga framtíð í heimi vaxandi hnattvæðingar og samrunaferlis þjóðríkja í öflugri efnahagsheildir, þyrftum við að umskera starfsgrundvöll fyrrnefndra atvinnuvega, hækka vexti enn frekar og skera niður ríkisútgjöld. Fyrir því er hvorki vilji né geta hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. Þetta vita fjölmargir stjórnmálamenn og vilja því hafa gúmmígjaldmiðil áfram sem veltir röngum ákvörðunum þeirra yfir á almenning, án þess að til erfiðra lagasetninga þurfi að koma. KanadadalurFyrir nokkrum misserum kom upp umræða um að við tækjum upp norska krónu. Það voru einkum Vinstri græn sem töldu það eftirsóknarvert. Fljótlega kom í ljós að sá kostur var illa ígrunduð flóttaleið. Vellauðuga olíuríkið Noregur, sem við eigum engin meiriháttar viðskipti við, reyndist ekki heillavænlegur kostur. Næsti flóttafleki virðist vera Kanadadollar. Hann er gjaldmiðill þjóðar sem við eigum hverfandi viðskipti við og endurspeglar á engan hátt íslensk utanríkisviðskipti. Upptaka hans myndi leiða til mikils viðskiptakostnaðar, því skipta þarf honum öllum yfir í annan gjaldmiðil í öllum okkar erlendu viðskiptum. Við værum mun betur settir með danska krónu á ný líkt og Færeyingar. Upptaka Kanadadals er víðs fjarri hagsmunum landsins og er aðeins ný, heldur kjánaleg hugmynd til að flýja undan þeim veruleika, sem blasir við. Fylgismenn þessarar hugmyndar segja að þetta geti verið millilausn, við getum svo skipt um aftur þegar um hægist. Halda menn virkilega að upptaka nýs gjaldmiðils sé eins og að skipta um nærföt? Nýjan gjaldmiðil taka menn ekki upp nema brýna nauðsyn beri til, því það er kostnaðarsamt og getur auðveldlega skekkt hagkerfið með óvissri útkomu. Ef taka verður upp nýjan gjaldmiðil er aðeins sá gjaldmiðill raunhæfur, sem endurspeglar erlend viðskipti okkar best, með seðlabanka þar sem við getum fengið aðstoð til þrautavara fyrir banka landsins. Þessi gjaldmiðill er evran. Allt annað er hættulegur blekkingarleikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Smám saman þrengist umræðan um gjaldmiðilsmál okkar. Flestir málsmetandi menn eru komnir á þá skoðun að ekki verði lifað áfram við íslensku krónuna. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft fellur gengi hennar áfram og það styttist í að því gengi verði náð sem erlendir bankar settu á krónuna strax eftir hrunið. Greiningadeild ein spáir því að gengi krónunnar eigi eftir af falla enn umtalsvert næstu árin og óróleiki á gjaldeyrismarkaði muni halda áfram. Þetta segir okkur að þrátt fyrir strangar gjaldeyrishömlur er ekki hægt að halda gengi krónunnar stöðugu. Hún hefur engan grunn til að fóta sig á. Þessu til viðbótar skulum við muna að á sveimi heima og erlendis eru yfir 400 mrð. IKR — svokallaðar aflandskrónur — sem bíða eftir því að verða breytt í gjaldeyri. Þegar það gerist mun það trauðla róa gjaldeyrismarkaðinn eða hækka gengi krónunnar. Gengi IKR er beintengt inn í vísitöluna og þar með við lán almennings og fyrirtækja. Þessi lán munu því hækka ótæpilega næstu árin um leið og greiðslugeta lántaka rýrnar ört. Þetta myndi þýða stórtæka gjaldtöku á almenning og víðtæk gjaldþrot, til viðbótar því sem þegar er orðið. Mun örðugra yrði að glíma við þetta síðara hrun en það fyrra, því svigrúmið nú er minna. Hrun krónunnar er borgað af almenningi, sérstaklega þeim sem tekið hafa verðtryggð lán. Sveigjanleiki krónunnar er ekki kostur eins og sumir vilja vera láta, heldur versti bölvaldur almennings. Núverandi gjaldmiðill er stærsti vandi þjóðarinnar. Hann verður ekki leystur nema skipta krónunni út. Árangur íslenskrar hagstjórnarÞó segja sumir, m.a. hagfræðiprófessorar, að við getum haldið í krónuna með aðhaldi í hagstjórn. Fræðilega má færa ýmis rök fyrir því, þótt það myndi aldrei loka fyrir spákaupmennsku um slíka örmynt. Hagstjórnin yrði því að vera mun aðhaldssamari en með annan gjaldmiðil vegna þess að krónan yrði að sýna ofurstyrk á mörkuðum, ef hún yrði gefin frjáls. Meginrökin gegn þessari hörðu hagstjórn eru þó afleit reynsla okkar til margra áratuga af hagstjórnarvilja íslenskra stjórnmálamanna. Þegar krónan var tekin upp á árunum 1922 til 26 var gengi hennar jafnt gengi dönsku krónunnar. Nú kostar hver dönsk króna u.þ.b. 23 IKR, þó hafa tvisvar verið tekin núll aftan af IKR. Með grófri nálgun má segja að gengi DKR móti IKR sé 2.400. Þetta er árangur íslenskrar hagstjórnar í 85 ár. Vissulega er hagþekking meiri nú en fyrr, og hér búa fjölmargir sérfræðingar sem búa yfir góðri þekkingu. Að því leyti stöndum við ekki illa. Hins vegar er mikil brotalöm á íslenskum stjórnmálum. Þar víkur almannahagur gjarnan fyrir sérhagsmunum og mun svo að öllum líkindum verða áfram. Íslensk stjórnmál eru í fjötrum sérhagsmuna auðlindaatvinnuvega og kjördæma. Ekkert bendir til þess að sérhagsmunagæsla sé á undanhaldi. Hrunið megnaði ekki einu sinni að hrófla við henni. Þarna er fyrst og fremst fámenni okkar um að kenna. Stjórnmálamenn eru of veikburða gegn ágengum og nálægum sérhagsmunum sem tengdir eru við kjósendur í gegnum kjördæmi með útblásinn kosningarétt. Auðlindaatvinnuvegir, einkum landbúnaður og sjávarútvegur, hafa í krafti handhafnar þeirra á íslenskum auðlindum ofurtök á íslensku efnahagslífi. Ef sjálfstæð króna á að eiga framtíð í heimi vaxandi hnattvæðingar og samrunaferlis þjóðríkja í öflugri efnahagsheildir, þyrftum við að umskera starfsgrundvöll fyrrnefndra atvinnuvega, hækka vexti enn frekar og skera niður ríkisútgjöld. Fyrir því er hvorki vilji né geta hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. Þetta vita fjölmargir stjórnmálamenn og vilja því hafa gúmmígjaldmiðil áfram sem veltir röngum ákvörðunum þeirra yfir á almenning, án þess að til erfiðra lagasetninga þurfi að koma. KanadadalurFyrir nokkrum misserum kom upp umræða um að við tækjum upp norska krónu. Það voru einkum Vinstri græn sem töldu það eftirsóknarvert. Fljótlega kom í ljós að sá kostur var illa ígrunduð flóttaleið. Vellauðuga olíuríkið Noregur, sem við eigum engin meiriháttar viðskipti við, reyndist ekki heillavænlegur kostur. Næsti flóttafleki virðist vera Kanadadollar. Hann er gjaldmiðill þjóðar sem við eigum hverfandi viðskipti við og endurspeglar á engan hátt íslensk utanríkisviðskipti. Upptaka hans myndi leiða til mikils viðskiptakostnaðar, því skipta þarf honum öllum yfir í annan gjaldmiðil í öllum okkar erlendu viðskiptum. Við værum mun betur settir með danska krónu á ný líkt og Færeyingar. Upptaka Kanadadals er víðs fjarri hagsmunum landsins og er aðeins ný, heldur kjánaleg hugmynd til að flýja undan þeim veruleika, sem blasir við. Fylgismenn þessarar hugmyndar segja að þetta geti verið millilausn, við getum svo skipt um aftur þegar um hægist. Halda menn virkilega að upptaka nýs gjaldmiðils sé eins og að skipta um nærföt? Nýjan gjaldmiðil taka menn ekki upp nema brýna nauðsyn beri til, því það er kostnaðarsamt og getur auðveldlega skekkt hagkerfið með óvissri útkomu. Ef taka verður upp nýjan gjaldmiðil er aðeins sá gjaldmiðill raunhæfur, sem endurspeglar erlend viðskipti okkar best, með seðlabanka þar sem við getum fengið aðstoð til þrautavara fyrir banka landsins. Þessi gjaldmiðill er evran. Allt annað er hættulegur blekkingarleikur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun