Ójöfnuður hindrar bætt heilsufar Ingimar Einarsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun