Hobbitinn heitir eftir eigandanum sjálfum 20. mars 2012 08:00 Einar fékk viðurnefnið Hobbitinn þegar hann var til sjós. „Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn," segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. Vísir.is sagði frá því í síðustu viku að eigandi kráarinnar The Hobbit í Southampton á Englandi breytti nafni staðarins eftir að hafa verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Saul Zaentz á réttinn að helstu verkum rithöfundarins JRR Tolkien sem samdi meðal annars Hobbitann og Hringadróttinssögu. Einar kveðst einmitt hafa séð fréttina um krána í Southampton. „Menn hafa verið að gera grín að þessu. Okkur finnst þetta hálfkjánalegt bara. Þeir hafa ekki sett sig í samband við okkur og á meðan þeir gera það ekki þá er ég alveg rólegur," segir vertinn í Hobbitanum alveg afslappaður yfir málinu. Söluskáli hefur verið í húsinu þar sem Hobbitinn er í meira en þrjá áratugi að sögn Einars. Nafninu var hins vegar breytt í Hobbitann fyrir um fimm og hálfu ári. „Þetta kemur í raun Hobbitanum ekkert við – þannig. Ég fékk þetta sem gælunafn á mig til sjós. Af því að ég var minnstur í áhöfninni og feitlaga, hálfsköllóttur og með stóra fætur þá kallaði kokkurinn á bátnum sem ég var á mig Hobbitann. Svo festist það við mig," segir Einar sem kveður reyndar lítið lagt upp úr ævintýraheimi hobbita á staðnum hans. „Við erum með brauðsamlokur sem heita Héraðsfleki og Álfafleki. Svo erum við með Fróðafleka en það er nú bara tekið héðan úr Fróðárhreppi." Hobbitinn er við höfnina í Ólafsvík. Einar segir slangur af ferðamönnum hafa sótt staðinn í vetur. Stemningin sé „svona úti á landi" eins og hann lýsir. „Lógóið okkar er reyndar karl í hobbitagalla. Ferðafólkinu finnst sport að standa fyrir utan og láta taka mynd af sér. Þeir koma hér inn og fá sér að borða og finnst þetta forvitnilegt og fyndið – sérstaklega þegar þeir sjá mig." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn," segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. Vísir.is sagði frá því í síðustu viku að eigandi kráarinnar The Hobbit í Southampton á Englandi breytti nafni staðarins eftir að hafa verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Saul Zaentz á réttinn að helstu verkum rithöfundarins JRR Tolkien sem samdi meðal annars Hobbitann og Hringadróttinssögu. Einar kveðst einmitt hafa séð fréttina um krána í Southampton. „Menn hafa verið að gera grín að þessu. Okkur finnst þetta hálfkjánalegt bara. Þeir hafa ekki sett sig í samband við okkur og á meðan þeir gera það ekki þá er ég alveg rólegur," segir vertinn í Hobbitanum alveg afslappaður yfir málinu. Söluskáli hefur verið í húsinu þar sem Hobbitinn er í meira en þrjá áratugi að sögn Einars. Nafninu var hins vegar breytt í Hobbitann fyrir um fimm og hálfu ári. „Þetta kemur í raun Hobbitanum ekkert við – þannig. Ég fékk þetta sem gælunafn á mig til sjós. Af því að ég var minnstur í áhöfninni og feitlaga, hálfsköllóttur og með stóra fætur þá kallaði kokkurinn á bátnum sem ég var á mig Hobbitann. Svo festist það við mig," segir Einar sem kveður reyndar lítið lagt upp úr ævintýraheimi hobbita á staðnum hans. „Við erum með brauðsamlokur sem heita Héraðsfleki og Álfafleki. Svo erum við með Fróðafleka en það er nú bara tekið héðan úr Fróðárhreppi." Hobbitinn er við höfnina í Ólafsvík. Einar segir slangur af ferðamönnum hafa sótt staðinn í vetur. Stemningin sé „svona úti á landi" eins og hann lýsir. „Lógóið okkar er reyndar karl í hobbitagalla. Ferðafólkinu finnst sport að standa fyrir utan og láta taka mynd af sér. Þeir koma hér inn og fá sér að borða og finnst þetta forvitnilegt og fyndið – sérstaklega þegar þeir sjá mig." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira