Lækka virðisaukaskatt á græna bíla 20. mars 2012 09:00 Rafbílakynning í Hörpu, rafjeppar, Northern Lights Energy, EVEN Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samkvæmt frumvarpinu mun virðisaukaskattur á rafmagnsbíla, sem kosta allt að sex milljónir króna, lækka um allt að 1,5 milljónir króna. Virðisaukaskattur á tengiltvinnbíla, sem kosta allt að fjórar milljónir króna, mun lækka um allt að eina milljón króna. Að öllu óbreyttu ætti sá afsláttur að skila sér beint í útsöluverð bílanna. Sami skattaafsláttur hefur verið veittur á vetnisbíla en þessar tegundir eru nefndar hreinorkubílar þar sem þeir losa ekkert af gróðurhúsalofttegundum. Tengiltvinnbílar eru rafmagnsbílar með lítilli bensínvél sem getur framleitt rafmagn þegar rafgeymirinn tæmist. Aðgerðirnar eru hluti af Grænni orku, sem er verkefni um orkuskipti í samgöngum. Samkvæmt því á hlutdeild innlendrar vistvænnar orku í samgöngum að vera 10 prósent árið 2020. Jón Björn Skúlason, hjá Íslenskri nýorku sem er verkefnisstjóri Grænnar orku, segir að skattalækkunin sé skref í rétta átt. „Þessi bolti er búinn að vera fastur lengi og ef þetta dugir til að hreyfa við markaðnum er það frábært," segir Jón Björn. Hann segir erfitt að meta nákvæmlega áhrif skattalækkunarinnar. „Norðmenn hafa haft svona kerfi lengi og salan á bílunum var lengi að fara af stað. Hún náði hámarki í fyrra þegar um 2.000 rafbílar seldust. Það er þó ekki nema um 1,5 prósent af nýseldum bílum í landinu og rafbílar í Noregi eru ekki nema 0,25 prósent af heildarbílaflotanum, sem þó er heimsmet." Jón Björn segir þó ýmsum spurningum ósvarað og þrátt fyrir þetta skref hafi Íslendingar ekki gengið jafn langt og Norðmenn. „Í Ósló eru um 1.000 ókeypis bílastæði með innstungum, þeir mega aka á strætóakreinum og fá frítt í allar ferjur sem tilheyra almenna vegakerfinu." - kóp Fréttir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samkvæmt frumvarpinu mun virðisaukaskattur á rafmagnsbíla, sem kosta allt að sex milljónir króna, lækka um allt að 1,5 milljónir króna. Virðisaukaskattur á tengiltvinnbíla, sem kosta allt að fjórar milljónir króna, mun lækka um allt að eina milljón króna. Að öllu óbreyttu ætti sá afsláttur að skila sér beint í útsöluverð bílanna. Sami skattaafsláttur hefur verið veittur á vetnisbíla en þessar tegundir eru nefndar hreinorkubílar þar sem þeir losa ekkert af gróðurhúsalofttegundum. Tengiltvinnbílar eru rafmagnsbílar með lítilli bensínvél sem getur framleitt rafmagn þegar rafgeymirinn tæmist. Aðgerðirnar eru hluti af Grænni orku, sem er verkefni um orkuskipti í samgöngum. Samkvæmt því á hlutdeild innlendrar vistvænnar orku í samgöngum að vera 10 prósent árið 2020. Jón Björn Skúlason, hjá Íslenskri nýorku sem er verkefnisstjóri Grænnar orku, segir að skattalækkunin sé skref í rétta átt. „Þessi bolti er búinn að vera fastur lengi og ef þetta dugir til að hreyfa við markaðnum er það frábært," segir Jón Björn. Hann segir erfitt að meta nákvæmlega áhrif skattalækkunarinnar. „Norðmenn hafa haft svona kerfi lengi og salan á bílunum var lengi að fara af stað. Hún náði hámarki í fyrra þegar um 2.000 rafbílar seldust. Það er þó ekki nema um 1,5 prósent af nýseldum bílum í landinu og rafbílar í Noregi eru ekki nema 0,25 prósent af heildarbílaflotanum, sem þó er heimsmet." Jón Björn segir þó ýmsum spurningum ósvarað og þrátt fyrir þetta skref hafi Íslendingar ekki gengið jafn langt og Norðmenn. „Í Ósló eru um 1.000 ókeypis bílastæði með innstungum, þeir mega aka á strætóakreinum og fá frítt í allar ferjur sem tilheyra almenna vegakerfinu." - kóp
Fréttir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira