Fjársjóð fornminja að finna á hafsbotni 22. mars 2012 08:30 diskar á hafsbotni Póstskipið var byggt í Skotlandi 1861, það var 60 metra langt gufu- og seglskip. Skipið var í eigu "Det forenede Dampskibsselskab“ (DFDS) í Danmörku sem gerði það út til Íslands. Teikningin er frá árinu 1864. mynd/ragnar edvardsson „Fyrir fornleifafræðina gefa þessi skipsflök ekki aðeins upplýsingar um ákveðið augnablik í tíma heldur eru þau heimild um samfélagið í heild. Í sokknu skipi er að finna fjársjóð upplýsinga um það sem við Íslendingar vorum að flytja hér inn. Þessar rannsóknir geta gefið okkur vitneskju um eitt og annað sem vantar inn í verslunarsögu okkar," segir Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur hjá rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Einni af fyrstu kerfisbundnu fornleifarannsókninni neðarsjávar hér við land verður framhaldið í vor en forrannsókn árið 2011 gekk vel. Skipið sem um ræðir er póstskipið Phönix sem fórst í aftakaveðri í janúar árið 1881 og liggur við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Heimildir sýna að um borð í skipinu, sem var um 400 tonn að stærð, gæti verið að finna hluta af dánarbúi Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans Ingibjargar, legsteinn Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds auk persónulegra muna áhafnarinnar. Forrannsóknin sýnir að mikið er af gripum í skipinu en frekari uppgröftur mun leiða í ljós hvað eftir er heillegt af farmi þess. Skipið var allt í senn farþega- og flutningaskip og fjölbreytileiki fornleifa í flakinu eftir því. Ragnar, sem er verkefnisstjóri ásamt Arnari Þór Egilssyni sem fann flakið, segir að skipsflök við landið séu í raun óplægður akur í íslenskri fornleifafræði. Rannsóknin á Phönix sé því fyrst og síðast hugsuð til að þróa aðferðafræði við slíkar rannsóknir og þjálfa kafara og sérfræðinga til að takast á við slíkar rannsóknir. Póstskipið liggur á kjördýpi til köfunar, eða um tíu metrum. En póstskipið er aðeins eitt fjölmargra skipa sem liggja við strendur landsins. „Ég er með skrá yfir 22 fundin flök, sum þeirra liggja í of djúpu vatni til að raunhæft sé að kafa niður í þau til fornleifarannsókna en fjögur til sex skip, sem ég veit um, eru á það grunnu vatni að raunhæft er að rannsaka þau," segir Ragnar en getur þess einnig að fornleifarannsókn á hafsbotni er allt að því þrisvar sinnum dýrari en sú sem framkvæmd er á landi. Skipin eru þó mun fleiri, en skipin sem Ragnar hefur á skrá eru svo gömul sem frá 15. til 17. aldar. Einnig hefur Ragnar fundið heimildir um hvar mögulegt væri að finna yfir 70 skipsflök frá 11. til 14. öld, og eru þau öll stór. Ragnar segir að upplýsingar sem koma úr sónarmyndatökum við gamlar verslunar- og hvalveiðastöðvar sýni ekki aðeins sokkin skip heldur einnig byggingar og annað sem tengist umsvifum manna fyrr á öldum. „Tækifærin eru endalaus," segir Ragnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
„Fyrir fornleifafræðina gefa þessi skipsflök ekki aðeins upplýsingar um ákveðið augnablik í tíma heldur eru þau heimild um samfélagið í heild. Í sokknu skipi er að finna fjársjóð upplýsinga um það sem við Íslendingar vorum að flytja hér inn. Þessar rannsóknir geta gefið okkur vitneskju um eitt og annað sem vantar inn í verslunarsögu okkar," segir Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur hjá rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Einni af fyrstu kerfisbundnu fornleifarannsókninni neðarsjávar hér við land verður framhaldið í vor en forrannsókn árið 2011 gekk vel. Skipið sem um ræðir er póstskipið Phönix sem fórst í aftakaveðri í janúar árið 1881 og liggur við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Heimildir sýna að um borð í skipinu, sem var um 400 tonn að stærð, gæti verið að finna hluta af dánarbúi Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans Ingibjargar, legsteinn Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds auk persónulegra muna áhafnarinnar. Forrannsóknin sýnir að mikið er af gripum í skipinu en frekari uppgröftur mun leiða í ljós hvað eftir er heillegt af farmi þess. Skipið var allt í senn farþega- og flutningaskip og fjölbreytileiki fornleifa í flakinu eftir því. Ragnar, sem er verkefnisstjóri ásamt Arnari Þór Egilssyni sem fann flakið, segir að skipsflök við landið séu í raun óplægður akur í íslenskri fornleifafræði. Rannsóknin á Phönix sé því fyrst og síðast hugsuð til að þróa aðferðafræði við slíkar rannsóknir og þjálfa kafara og sérfræðinga til að takast á við slíkar rannsóknir. Póstskipið liggur á kjördýpi til köfunar, eða um tíu metrum. En póstskipið er aðeins eitt fjölmargra skipa sem liggja við strendur landsins. „Ég er með skrá yfir 22 fundin flök, sum þeirra liggja í of djúpu vatni til að raunhæft sé að kafa niður í þau til fornleifarannsókna en fjögur til sex skip, sem ég veit um, eru á það grunnu vatni að raunhæft er að rannsaka þau," segir Ragnar en getur þess einnig að fornleifarannsókn á hafsbotni er allt að því þrisvar sinnum dýrari en sú sem framkvæmd er á landi. Skipin eru þó mun fleiri, en skipin sem Ragnar hefur á skrá eru svo gömul sem frá 15. til 17. aldar. Einnig hefur Ragnar fundið heimildir um hvar mögulegt væri að finna yfir 70 skipsflök frá 11. til 14. öld, og eru þau öll stór. Ragnar segir að upplýsingar sem koma úr sónarmyndatökum við gamlar verslunar- og hvalveiðastöðvar sýni ekki aðeins sokkin skip heldur einnig byggingar og annað sem tengist umsvifum manna fyrr á öldum. „Tækifærin eru endalaus," segir Ragnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira