Lýðræðispopúlistinn 4. apríl 2012 10:00 Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til „popúlsins“, sem er latína fyrir „lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. Eitt er víst. Ólafur Ragnar Grímsson er kominn á lokasprett langs ferils og vill minningu sína sem glæstasta. Undir það síðasta hefur hann reynt að endurskapa sig sem faðir þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, lýðræðisforseti sem færir þjóðinni vald til að velja sína framtíð sjálf. Annað er víst. Ólafur Ragnar vill ekki falla í skuggann af framtíðarforsetum landsins sem gætu notað málskotsréttinn oftar og betur. Með því að beita sér fyrir, og skrifa svo undir, nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs slær Ólafur Ragnar tvær flugur í einu höggi. Hann slær smiðshöggið á minningu sína sem helsta lýðræðisforseta Íslands; fyrsta forseta nýju stjórnskipunarinnar, Nýja Íslands þar sem 10% kjósenda hafa málskotsrétt. Í sama höggi slær hann því málskotsskjöldinn að hluta úr höndum eftirmanna sinna því popúllinn, lýðurinn, getur varið sig sjálfur fyrir löggjafanum að miklu leyti með sínum eigin málskotsskildi. Forsetakosningarnar í sumar snúast m.a. um málskotsréttinn og nýju stjórnarskrána. Svona orðar Ólafur það í framboðsyfirlýsingunni: „…vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá.“ Við getum sem kjósendur annars vegar tekið áhættu og valið nýjan forseta sem notar svo hvorki málskotsréttinn né annað neitunarvald sitt, ekki einu sinni þegar þingið breytir stjórnarskránni til að taka það endanlega af embættinu. Gamla Ísland mun tefla fram slíkum frambjóðenda. Við getum hins vegar kosið sitjandi forseta sem líklegastur er til að samþykkja nýju stjórnarskrána sem tryggir að kjósendur sjálfir fái málskotsrétt. Það skiptir ekki nokkru hvort lesendur trúa á nývaknaða lýðræðisást Ólafs Ragnars. Hann hefur sveipað sig skikkju lýðræðis til að skarta í sögubókunum. Hann hefur valið sér líkklæðin vel og án þeirra er hann „Útrásarforsetinn“ og „Hrunforsetinn“. Honum er því best treystandi til að festa í sessi nýju stjórnarskrána og án beinna lýðræðis, persónukjörs og gegnsæis sem hún tryggir verður gamla Ísland endurreist. Sumir munu eflaust kjósa að láta hatur á gölluðum manni halda sér föngnum á gamla Íslandi. Aðrir munu kjósa lýðræðispopúlistann Ólaf Ragnar Grímsson, geyma hann í sögubókunum og ganga bjartsýnni inn í lýðræðislegri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til „popúlsins“, sem er latína fyrir „lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. Eitt er víst. Ólafur Ragnar Grímsson er kominn á lokasprett langs ferils og vill minningu sína sem glæstasta. Undir það síðasta hefur hann reynt að endurskapa sig sem faðir þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, lýðræðisforseti sem færir þjóðinni vald til að velja sína framtíð sjálf. Annað er víst. Ólafur Ragnar vill ekki falla í skuggann af framtíðarforsetum landsins sem gætu notað málskotsréttinn oftar og betur. Með því að beita sér fyrir, og skrifa svo undir, nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs slær Ólafur Ragnar tvær flugur í einu höggi. Hann slær smiðshöggið á minningu sína sem helsta lýðræðisforseta Íslands; fyrsta forseta nýju stjórnskipunarinnar, Nýja Íslands þar sem 10% kjósenda hafa málskotsrétt. Í sama höggi slær hann því málskotsskjöldinn að hluta úr höndum eftirmanna sinna því popúllinn, lýðurinn, getur varið sig sjálfur fyrir löggjafanum að miklu leyti með sínum eigin málskotsskildi. Forsetakosningarnar í sumar snúast m.a. um málskotsréttinn og nýju stjórnarskrána. Svona orðar Ólafur það í framboðsyfirlýsingunni: „…vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá.“ Við getum sem kjósendur annars vegar tekið áhættu og valið nýjan forseta sem notar svo hvorki málskotsréttinn né annað neitunarvald sitt, ekki einu sinni þegar þingið breytir stjórnarskránni til að taka það endanlega af embættinu. Gamla Ísland mun tefla fram slíkum frambjóðenda. Við getum hins vegar kosið sitjandi forseta sem líklegastur er til að samþykkja nýju stjórnarskrána sem tryggir að kjósendur sjálfir fái málskotsrétt. Það skiptir ekki nokkru hvort lesendur trúa á nývaknaða lýðræðisást Ólafs Ragnars. Hann hefur sveipað sig skikkju lýðræðis til að skarta í sögubókunum. Hann hefur valið sér líkklæðin vel og án þeirra er hann „Útrásarforsetinn“ og „Hrunforsetinn“. Honum er því best treystandi til að festa í sessi nýju stjórnarskrána og án beinna lýðræðis, persónukjörs og gegnsæis sem hún tryggir verður gamla Ísland endurreist. Sumir munu eflaust kjósa að láta hatur á gölluðum manni halda sér föngnum á gamla Íslandi. Aðrir munu kjósa lýðræðispopúlistann Ólaf Ragnar Grímsson, geyma hann í sögubókunum og ganga bjartsýnni inn í lýðræðislegri framtíð.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun