Lýðræðispopúlistinn 4. apríl 2012 10:00 Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til „popúlsins“, sem er latína fyrir „lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. Eitt er víst. Ólafur Ragnar Grímsson er kominn á lokasprett langs ferils og vill minningu sína sem glæstasta. Undir það síðasta hefur hann reynt að endurskapa sig sem faðir þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, lýðræðisforseti sem færir þjóðinni vald til að velja sína framtíð sjálf. Annað er víst. Ólafur Ragnar vill ekki falla í skuggann af framtíðarforsetum landsins sem gætu notað málskotsréttinn oftar og betur. Með því að beita sér fyrir, og skrifa svo undir, nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs slær Ólafur Ragnar tvær flugur í einu höggi. Hann slær smiðshöggið á minningu sína sem helsta lýðræðisforseta Íslands; fyrsta forseta nýju stjórnskipunarinnar, Nýja Íslands þar sem 10% kjósenda hafa málskotsrétt. Í sama höggi slær hann því málskotsskjöldinn að hluta úr höndum eftirmanna sinna því popúllinn, lýðurinn, getur varið sig sjálfur fyrir löggjafanum að miklu leyti með sínum eigin málskotsskildi. Forsetakosningarnar í sumar snúast m.a. um málskotsréttinn og nýju stjórnarskrána. Svona orðar Ólafur það í framboðsyfirlýsingunni: „…vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá.“ Við getum sem kjósendur annars vegar tekið áhættu og valið nýjan forseta sem notar svo hvorki málskotsréttinn né annað neitunarvald sitt, ekki einu sinni þegar þingið breytir stjórnarskránni til að taka það endanlega af embættinu. Gamla Ísland mun tefla fram slíkum frambjóðenda. Við getum hins vegar kosið sitjandi forseta sem líklegastur er til að samþykkja nýju stjórnarskrána sem tryggir að kjósendur sjálfir fái málskotsrétt. Það skiptir ekki nokkru hvort lesendur trúa á nývaknaða lýðræðisást Ólafs Ragnars. Hann hefur sveipað sig skikkju lýðræðis til að skarta í sögubókunum. Hann hefur valið sér líkklæðin vel og án þeirra er hann „Útrásarforsetinn“ og „Hrunforsetinn“. Honum er því best treystandi til að festa í sessi nýju stjórnarskrána og án beinna lýðræðis, persónukjörs og gegnsæis sem hún tryggir verður gamla Ísland endurreist. Sumir munu eflaust kjósa að láta hatur á gölluðum manni halda sér föngnum á gamla Íslandi. Aðrir munu kjósa lýðræðispopúlistann Ólaf Ragnar Grímsson, geyma hann í sögubókunum og ganga bjartsýnni inn í lýðræðislegri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til „popúlsins“, sem er latína fyrir „lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. Eitt er víst. Ólafur Ragnar Grímsson er kominn á lokasprett langs ferils og vill minningu sína sem glæstasta. Undir það síðasta hefur hann reynt að endurskapa sig sem faðir þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, lýðræðisforseti sem færir þjóðinni vald til að velja sína framtíð sjálf. Annað er víst. Ólafur Ragnar vill ekki falla í skuggann af framtíðarforsetum landsins sem gætu notað málskotsréttinn oftar og betur. Með því að beita sér fyrir, og skrifa svo undir, nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs slær Ólafur Ragnar tvær flugur í einu höggi. Hann slær smiðshöggið á minningu sína sem helsta lýðræðisforseta Íslands; fyrsta forseta nýju stjórnskipunarinnar, Nýja Íslands þar sem 10% kjósenda hafa málskotsrétt. Í sama höggi slær hann því málskotsskjöldinn að hluta úr höndum eftirmanna sinna því popúllinn, lýðurinn, getur varið sig sjálfur fyrir löggjafanum að miklu leyti með sínum eigin málskotsskildi. Forsetakosningarnar í sumar snúast m.a. um málskotsréttinn og nýju stjórnarskrána. Svona orðar Ólafur það í framboðsyfirlýsingunni: „…vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá.“ Við getum sem kjósendur annars vegar tekið áhættu og valið nýjan forseta sem notar svo hvorki málskotsréttinn né annað neitunarvald sitt, ekki einu sinni þegar þingið breytir stjórnarskránni til að taka það endanlega af embættinu. Gamla Ísland mun tefla fram slíkum frambjóðenda. Við getum hins vegar kosið sitjandi forseta sem líklegastur er til að samþykkja nýju stjórnarskrána sem tryggir að kjósendur sjálfir fái málskotsrétt. Það skiptir ekki nokkru hvort lesendur trúa á nývaknaða lýðræðisást Ólafs Ragnars. Hann hefur sveipað sig skikkju lýðræðis til að skarta í sögubókunum. Hann hefur valið sér líkklæðin vel og án þeirra er hann „Útrásarforsetinn“ og „Hrunforsetinn“. Honum er því best treystandi til að festa í sessi nýju stjórnarskrána og án beinna lýðræðis, persónukjörs og gegnsæis sem hún tryggir verður gamla Ísland endurreist. Sumir munu eflaust kjósa að láta hatur á gölluðum manni halda sér föngnum á gamla Íslandi. Aðrir munu kjósa lýðræðispopúlistann Ólaf Ragnar Grímsson, geyma hann í sögubókunum og ganga bjartsýnni inn í lýðræðislegri framtíð.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun