Ábyrgðarkver Reimar Pétursson skrifar 10. apríl 2012 13:00 Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um „bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. Óskýrar orsakir og afleiðingarVandinn sem höfundar standa frammi í umfjöllun um þetta er sá, að oft og tíðum er vandasamt að greina á milli orsaka og afleiðingar. Höfundar hafa því oft lýst flóknu samspili ýmissa atburða, reynt að draga línur milli þeirra og þannig talið sig hafa fundið „orsakir" hrunsins. Eftir standa ringlaðir lesendur og eiga þann kost einan að láta álit sitt á einstaka mönnum eða atvikum ráða viðhorfi sínu, eins ófullnægjandi og það er. Sannfærandi skýringBók Gunnlaugs er fyrsta bókin um hrunið sem rís undir því, að bjóða lesendum sannfærandi skýringu á orsökum hrunsins. Gunnlaugur greinir þetta af heiðarleika, einlægni og innsæi. Þá er greiningin svo einföld að Gunnlaugur þarf aldrei að fjalla um einstaka menn eða atvik. Viðhorf til þeirra trufla því lesandann aldrei. Ábyrgð einstaklinga og trúin á stuðning ríkisinsGunnlaugur bendir á að ábyrgð einstaklinga á fjármálum sínum sé best fyrir komið hjá þeim sjálfum. Enginn banki geti tekið slíka ábyrgð yfir vegna freistnivanda. Þá geti ekkert opinbert eftirlit komið að sama gagni. Þrátt fyrir það hafi fólki um langt árabil verið talin trú um að treysta megi bönkum og að ríkið muni styðja þá sem einhvers konar lánveitandi til þrautavara lendi þeir í vanda. Með þessu sé ábyrgð af meðferð fjármuna fólks færð frá almenningi og fjárfestum til ríkisins. Bankarnir fái við þessar aðstæður mikil færi til áhættutöku. Almenningur og fjárfestar sofi á verðinum og opinbert eftirlit megni aldrei að koma í veg fyrir öll áföll. Lærdómurinn um bankahruniðAf þessu dregur Gunnlaugur þann lærdóm að ríkisvaldið eigi að hafa minni afskipti af meðferð manna á fjármunum sínum. Ríkisvaldið eigi að forðast að kynda undir þeirri trú að það muni bjarga bönkum sem lenda í ógöngum. Fólk eigi að taka ábyrgð. Sé þetta gert eykst vald fólksins og vald banka og stjórnmálamanna minnkar. Afleiðingin sé síðan m.a. sú, að spilling minnki því án valds geti engin spilling þrifist. Lærdómurinn um annaðSkrif Gunnlaugs eru síðan enn áhugaverðari fyrir það, að hann dregur ályktanir sem veita leiðsögn á ýmsum öðrum sviðum en bankamálum. Hann greinir þannig hvernig aukin ábyrgð einstaklinga getur leyst ýmis þjóðfélagsleg vandamál og jafnvel stuðlað að bótum í lífi lesandans sjálfs. Bók Gunnlaugs er því tímabært innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún rís yfir það karp og þras sem vill trufla rökhugsun um vandamál líðandi stundar. Hún er því góður áttaviti. Það má óhikað skora á sem flesta að kynna sér hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um „bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. Óskýrar orsakir og afleiðingarVandinn sem höfundar standa frammi í umfjöllun um þetta er sá, að oft og tíðum er vandasamt að greina á milli orsaka og afleiðingar. Höfundar hafa því oft lýst flóknu samspili ýmissa atburða, reynt að draga línur milli þeirra og þannig talið sig hafa fundið „orsakir" hrunsins. Eftir standa ringlaðir lesendur og eiga þann kost einan að láta álit sitt á einstaka mönnum eða atvikum ráða viðhorfi sínu, eins ófullnægjandi og það er. Sannfærandi skýringBók Gunnlaugs er fyrsta bókin um hrunið sem rís undir því, að bjóða lesendum sannfærandi skýringu á orsökum hrunsins. Gunnlaugur greinir þetta af heiðarleika, einlægni og innsæi. Þá er greiningin svo einföld að Gunnlaugur þarf aldrei að fjalla um einstaka menn eða atvik. Viðhorf til þeirra trufla því lesandann aldrei. Ábyrgð einstaklinga og trúin á stuðning ríkisinsGunnlaugur bendir á að ábyrgð einstaklinga á fjármálum sínum sé best fyrir komið hjá þeim sjálfum. Enginn banki geti tekið slíka ábyrgð yfir vegna freistnivanda. Þá geti ekkert opinbert eftirlit komið að sama gagni. Þrátt fyrir það hafi fólki um langt árabil verið talin trú um að treysta megi bönkum og að ríkið muni styðja þá sem einhvers konar lánveitandi til þrautavara lendi þeir í vanda. Með þessu sé ábyrgð af meðferð fjármuna fólks færð frá almenningi og fjárfestum til ríkisins. Bankarnir fái við þessar aðstæður mikil færi til áhættutöku. Almenningur og fjárfestar sofi á verðinum og opinbert eftirlit megni aldrei að koma í veg fyrir öll áföll. Lærdómurinn um bankahruniðAf þessu dregur Gunnlaugur þann lærdóm að ríkisvaldið eigi að hafa minni afskipti af meðferð manna á fjármunum sínum. Ríkisvaldið eigi að forðast að kynda undir þeirri trú að það muni bjarga bönkum sem lenda í ógöngum. Fólk eigi að taka ábyrgð. Sé þetta gert eykst vald fólksins og vald banka og stjórnmálamanna minnkar. Afleiðingin sé síðan m.a. sú, að spilling minnki því án valds geti engin spilling þrifist. Lærdómurinn um annaðSkrif Gunnlaugs eru síðan enn áhugaverðari fyrir það, að hann dregur ályktanir sem veita leiðsögn á ýmsum öðrum sviðum en bankamálum. Hann greinir þannig hvernig aukin ábyrgð einstaklinga getur leyst ýmis þjóðfélagsleg vandamál og jafnvel stuðlað að bótum í lífi lesandans sjálfs. Bók Gunnlaugs er því tímabært innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún rís yfir það karp og þras sem vill trufla rökhugsun um vandamál líðandi stundar. Hún er því góður áttaviti. Það má óhikað skora á sem flesta að kynna sér hana.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar