Sakhæfismat gleður Breivik 11. apríl 2012 06:00 Anders Behring Breivik fagnar því að geðlæknar hafa úrskurðað hann sakhæfan, þvert á fyrra mat. Dómurinn mun taka afstöðu til sakhæfisins, en Breivik undirbýr nú vitnisburð sinn. Lögmaður Breiviks segir hann sjá eftir að hafa ekki náð að ganga lengra.Fréttablaðið/AP Noregur Ný skýrsla tveggja geðlækna sem kynnt var í gær kemst að þeirri niðurstöðu að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið með réttu ráði þegar hann myrti 77 manns í tveimur hryðjuverkaárásum hinn 22. júlí síðastliðinn og sé enn heill á geði. Mat læknanna Terje Tørrisen og Agnars Aspaas gengur þvert á annað sakhæfismat sem gert var í lok síðasta árs þar sem tveir aðrir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Breivik hefði verið haldinn geðklofa með ofsóknarhugmyndum og því ekki ábyrgur gjörða sinna þegar hann framdi illvirki sín. Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að umbjóðandi hans væri ánægður með niðurstöðuna, en hún hefði þó verið viðbúin. Breivik hefði þótt mikilvægt að fá jákvætt sakhæfismat, en hann varð æfur þegar hann var úrskurðaður ósakhæfur og sagði í bréfi til fjölmiðla að hann væri ekki veikur á geði og höfundar þeirrar skýrslu hefðu skáldað meirihlutann af því sem þar kom fram. „Nú undirbýr hann yfirlýsinguna sem hann hyggst flytja fyrir réttinum," hefur Aftonposten eftir Lippestad um Breivik. „Yfirleitt fer þetta fram þannig að verjandi spyr og sakborningur svarar, en svo verður ekki að þessu sinni. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann tjáir sig og hann mun gera það á sinn hátt." Gert er ráð fyrir að vitnisburður Breiviks taki um fimm daga, en Lippestad segir að hann muni jafnvel biðja um aukinn tíma. Hann segist ekki geta spáð fyrir um hvað muni koma fram í vitnisburði Breiviks, en segir að ekki sé reiknað með að hann muni tjá eftirsjá. „Hann mun sennilega segja að hann hefði átt að ganga lengra. Það er erfitt að útskýra, en ég gef þetta upp til að undirbúa það sem koma mun." Nýja sakhæfismatið mun ekki ógilda hið fyrra og verða bæði lögð fyrir dóminn sem mun skera úr um hvort hann sé sakhæfur. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur mun hann verða dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Geðlæknarnir tveir sem kynntu skýrslu sína í gær tiltóku engin smáatriði úr niðurstöðum sínum. Þeir byggðu mat sitt á viðtölum við Breivik og þriggja vikna stöðugu eftirliti með honum á geðsjúkrahúsinu Illa þar sem hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi ódæðin. Meginniðurstaðan er þó að Breivik hafi sannarlega verið sjálfrátt, bæði fyrir og á meðan hann framdi glæpina og eins meðan á matinu stóð. Þeir taka einnig fram að talsverðar líkur séu á því að að hann muni beita ofbeldi á ný fái hann tækifæri til þess. Nú eru einungis fimm dagar þangað til réttarhöldin hefjast og þau munu að öllum líkindum standa í tíu vikur. thorgils@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Noregur Ný skýrsla tveggja geðlækna sem kynnt var í gær kemst að þeirri niðurstöðu að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið með réttu ráði þegar hann myrti 77 manns í tveimur hryðjuverkaárásum hinn 22. júlí síðastliðinn og sé enn heill á geði. Mat læknanna Terje Tørrisen og Agnars Aspaas gengur þvert á annað sakhæfismat sem gert var í lok síðasta árs þar sem tveir aðrir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Breivik hefði verið haldinn geðklofa með ofsóknarhugmyndum og því ekki ábyrgur gjörða sinna þegar hann framdi illvirki sín. Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að umbjóðandi hans væri ánægður með niðurstöðuna, en hún hefði þó verið viðbúin. Breivik hefði þótt mikilvægt að fá jákvætt sakhæfismat, en hann varð æfur þegar hann var úrskurðaður ósakhæfur og sagði í bréfi til fjölmiðla að hann væri ekki veikur á geði og höfundar þeirrar skýrslu hefðu skáldað meirihlutann af því sem þar kom fram. „Nú undirbýr hann yfirlýsinguna sem hann hyggst flytja fyrir réttinum," hefur Aftonposten eftir Lippestad um Breivik. „Yfirleitt fer þetta fram þannig að verjandi spyr og sakborningur svarar, en svo verður ekki að þessu sinni. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann tjáir sig og hann mun gera það á sinn hátt." Gert er ráð fyrir að vitnisburður Breiviks taki um fimm daga, en Lippestad segir að hann muni jafnvel biðja um aukinn tíma. Hann segist ekki geta spáð fyrir um hvað muni koma fram í vitnisburði Breiviks, en segir að ekki sé reiknað með að hann muni tjá eftirsjá. „Hann mun sennilega segja að hann hefði átt að ganga lengra. Það er erfitt að útskýra, en ég gef þetta upp til að undirbúa það sem koma mun." Nýja sakhæfismatið mun ekki ógilda hið fyrra og verða bæði lögð fyrir dóminn sem mun skera úr um hvort hann sé sakhæfur. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur mun hann verða dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Geðlæknarnir tveir sem kynntu skýrslu sína í gær tiltóku engin smáatriði úr niðurstöðum sínum. Þeir byggðu mat sitt á viðtölum við Breivik og þriggja vikna stöðugu eftirliti með honum á geðsjúkrahúsinu Illa þar sem hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi ódæðin. Meginniðurstaðan er þó að Breivik hafi sannarlega verið sjálfrátt, bæði fyrir og á meðan hann framdi glæpina og eins meðan á matinu stóð. Þeir taka einnig fram að talsverðar líkur séu á því að að hann muni beita ofbeldi á ný fái hann tækifæri til þess. Nú eru einungis fimm dagar þangað til réttarhöldin hefjast og þau munu að öllum líkindum standa í tíu vikur. thorgils@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira