Elijah Wood ætlar að spila í fyrsta sinn sem plötusnúður utan Bandaríkjanna á tónlistarhátíð í Norður-Írlandi í júní.
Lord of the Rings-leikarinn mun spila með félaga sínum Zach Cowie en saman skipa þeir hljómsveitina Wooden Wisdom. Þeir ætla að gefa launin sem þeir fá fyrir spilamennskuna til tónlistarseturs í Belfast. „Hann er frábær leikari og plötusnúður. Ég hef séð hann á sviði í Los Angeles," sagði skipuleggjandi hátíðarinnar við Contactmusic. Wood, sem er 31 árs, lauk nýverið við leik sinn í The Hobbit.
Spilar sem plötusnúður
