

1. maí 2012
Niðurskurður og aukið álag á opinberum starfsmönnumÞegar rætt er um kjaramál hættir stjórnmálamönnum stundum til að telja bara krónur og aura. En kjarabarátta snýst um fleira en launaumslagið. Afleiðingarnar af niðurskurði undanfarinna ára í opinberum stofnunum, eins og heilbrigðisstofnunum og skólum, er ágætt dæmi um þetta. Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í niðurskurði í leikskólum og grunnskólum. Þetta hefur gjörbreytt vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks skólanna til hins verra. Glórulausar, þvingaðar sameiningar í trássi við vilja starfsfólks, nemenda og foreldra hafa svo bæst ofan á allt saman og framkoma borgaryfirvalda við leikskólakennara undanfarna mánuði hefur verið algerlega óásættanleg.
Það er sjálfsögð krafa að þeir sem leggja á sig langa háskólamenntun til að mennta börnin okkar búi við mannsæmandi laun og gott starfsumhverfi. Undanfarin ár hefur starfsumhverfi kennara tekið gríðarlegum breytingum, kröfur sem gerðar eru til þeirra hafa stóraukist en vinnuaðstæður ekki þróast í takt við breytingarnar. Á sama tíma hafa skólarnir sætt mjög miklum niðurskurði. Álag á kennara og starfsfólk skólanna hefur aldrei verið meira. Á þessum vanda þarf að taka til að kennarar hafi tækifæri og aðstæður til að sinna hlutverki sínu.
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur sömuleiðis haft skelfilegar afleiðingar fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðra sem þar starfa. Álag á þessar grunnstéttir heilbrigðisþjónustunnar, eftir margra ára viðvarandi niðurskurð og uppsagnir (sem hafa að stærstum hluta bitnað á konum), er nú orðið svo mikið að margir eru við það að gefast upp. Starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur í raun unnið kraftaverk í því að halda uppi eðlilegri þjónustu þrátt fyrir aðstæðurnar sem því eru nú búnar. Til þess hefur þetta góða fólk tekið á sig gríðarlegt álag. En hversu lengi er hægt að búa við slíkt ástand?
Staðreyndin er sú að álagið sem er á starfsfólki í skólum, á heilbrigðisstofnunum og á fleiri opinberum og almennum vinnustöðum er í mörgum tilvikum óbærilegt. Kjarabarátta dagsins í dag hlýtur að miða að því að snúa þessari óheillaþróun við. Það er hlutverk stjórnmálamanna að taka þátt í því af heilum hug.
Atvinna er mikilvægasta máliðNú í lok apríl voru rúmlega tólf þúsund og þrjú hundruð manns skráðir atvinnulausir og þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um annað þá hefur atvinnulausu fólki fjölgað á síðustu mánuðum. Hér þarf tafarlausa stefnubreytingu. Það þarf að skapa jákvæða hvata, jákvætt umhverfi fyrir fyrirtækin í landinu til að vaxa og dafna. Það þarf að einfalda skattkerfið sem nú sligar lítil og meðalstór fyrirtæki, eyða óvissu um grunnatvinnugreinar þjóðarinnar og hvetja þar til uppbyggingar, koma á pólitískum stöðugleika til að innlendir og erlendir fjárfestar sjái sér hag í að leggja fé í atvinnuskapandi verkefni á Íslandi og byggja upp opinberar stofnanir í stað þess að setja þær í fjárhagslegt svelti. Allt þetta er hægt að gera hratt.
Framsókn lagði í haust fram ítarlegar tillögur undir nafninu Plan B þar sem hvatt var til þess að blásið yrði til samtaka stórsóknar í atvinnumálum. Með aukinni atvinnuþátttöku mun verðmætasköpun aukast. Það mun gefa okkur tækifæri til að byggja upp í heilbrigðisstofnunum og skólum í stað þess að skera niður. Það mun líka gera okkur kleift að bæta kjör þeirra lægst launuðu og lækka skatta og álögur á efnalitlar barnafjölskyldur. Aukin verðmætasköpun er grundvöllur þess að auka lífskjör og velferð allra í samfélaginu. Til þess að það gerist þurfum við að horfa samtaka fram á veginn. Tækifærin eru til staðar. Barátta fyrir bættum kjörum vinnandi fólks er barátta fyrir betra samfélagi.
Ég óska Íslendingum gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.
Skoðun

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar