Hermigervill aðstoðar Retro Stefson á nýrri plötu 2. maí 2012 09:00 í hljóðveri Hljómsveitin Retro Stefson ásamt Sveinbirni Thorarensen, Hermigervli, í hljóðverinu.fréttablaðið/vilhelm Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill, aðstoðar hljómsveitina Retro Stefson við gerð hennar næstu plötu og verður tvíeykið saman í hljóðveri í þessari viku. Samstarf þeirra hófst í Belgíu seinasta vetur þar sem Sveinbjörn býr. „Við vorum að spila í Brussel og ég fór í heimsókn til hans í Antwerpen,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson. „Við kynntumst honum síðasta sumar þegar Berndsen kom að spila í Berlín. Þá var Sveinbjörn að spila með honum á hljómborð. Við fengum hann til að gista hjá okkur eina nótt í íbúðinni okkar. Það er til mikið af sniðugu fólki en maður vill líka kynnast því sem manneskjum til að vita hvort maður vill vinna með því. Hann var mjög skemmtilegur og þægilegur að vinna með,“ segir hann um Sveinbjörn. Samstarfið leggst vel í Sveinbjörn, sem hefur áður aðstoðað Retro Stefson með hið vinsæla lag Qween. Hann hefur einnig búið til endurhljóðblandaða útgáfu af laginu. „Ég býst við því að þetta „remix“ verði vinsælt á öldurhúsum bæjarins þegar það kemur út. Ég tók þau atriði sem eru dansvæn og gerði meira úr þeim,“ segir Sveinbjörn. Honum líkar vel að vinna á bak við tjöldin og hlakkar til að starfa meira með Retro Stefson. „Við erum með tímabundið hljóðver sem við settum upp og erum að „brainstorma“ og hafa gaman,“ segir hann. „Þetta eru æðislegir krakkar og ég get ekki hugsað mér að vinna með betra fólki. Það er mikil orka í þeim. Ég er líka stoltur að taka við kyndlinum af Árna plúseinum sem er búinn að vera mikið á bak við þau á fyrri plötunum.“ Sveinbjörn ætlar að nýta tímann á meðan á dvölinni á Íslandi stendur og spila með Berndsen á Faktorý á fimmtudaginn. Auk Sveinbjörns hafa tveir aðrir komið að upptökunum með Retro Stefson, þau Styrmir Hauksson og hin sænska Elisabeth Carlsson. Útgáfurisinn Universal í Þýskalandi gaf út síðustu plötu sveitarinnar, Kimbabwe. Fyrirtækið er með forkaupsrétt á nýju plötunni og mun gefa hana út ef því líst vel á hana. Gripurinn er væntanlegur í lok sumars eða snemma í haust og bíða aðdáendur Retro Stefson eftir henni með mikilli eftirvæntingu. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill, aðstoðar hljómsveitina Retro Stefson við gerð hennar næstu plötu og verður tvíeykið saman í hljóðveri í þessari viku. Samstarf þeirra hófst í Belgíu seinasta vetur þar sem Sveinbjörn býr. „Við vorum að spila í Brussel og ég fór í heimsókn til hans í Antwerpen,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson. „Við kynntumst honum síðasta sumar þegar Berndsen kom að spila í Berlín. Þá var Sveinbjörn að spila með honum á hljómborð. Við fengum hann til að gista hjá okkur eina nótt í íbúðinni okkar. Það er til mikið af sniðugu fólki en maður vill líka kynnast því sem manneskjum til að vita hvort maður vill vinna með því. Hann var mjög skemmtilegur og þægilegur að vinna með,“ segir hann um Sveinbjörn. Samstarfið leggst vel í Sveinbjörn, sem hefur áður aðstoðað Retro Stefson með hið vinsæla lag Qween. Hann hefur einnig búið til endurhljóðblandaða útgáfu af laginu. „Ég býst við því að þetta „remix“ verði vinsælt á öldurhúsum bæjarins þegar það kemur út. Ég tók þau atriði sem eru dansvæn og gerði meira úr þeim,“ segir Sveinbjörn. Honum líkar vel að vinna á bak við tjöldin og hlakkar til að starfa meira með Retro Stefson. „Við erum með tímabundið hljóðver sem við settum upp og erum að „brainstorma“ og hafa gaman,“ segir hann. „Þetta eru æðislegir krakkar og ég get ekki hugsað mér að vinna með betra fólki. Það er mikil orka í þeim. Ég er líka stoltur að taka við kyndlinum af Árna plúseinum sem er búinn að vera mikið á bak við þau á fyrri plötunum.“ Sveinbjörn ætlar að nýta tímann á meðan á dvölinni á Íslandi stendur og spila með Berndsen á Faktorý á fimmtudaginn. Auk Sveinbjörns hafa tveir aðrir komið að upptökunum með Retro Stefson, þau Styrmir Hauksson og hin sænska Elisabeth Carlsson. Útgáfurisinn Universal í Þýskalandi gaf út síðustu plötu sveitarinnar, Kimbabwe. Fyrirtækið er með forkaupsrétt á nýju plötunni og mun gefa hana út ef því líst vel á hana. Gripurinn er væntanlegur í lok sumars eða snemma í haust og bíða aðdáendur Retro Stefson eftir henni með mikilli eftirvæntingu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira