Þarf ekki að vera flókið að stilla til friðar 15. júní 2012 13:00 Boðskapur friðar Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í Kúveit, kom hingað til að kynna boðskap friðar. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma, er hér í baksýn.Fréttablaðið/GVA „Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam." Þetta segir Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í trúmálaráðuneyti Kúveit. Hann var staddur hér á landi í byrjun viku til að hitta trúbræður sína í Félagi múslíma á Íslandi en hann hitti jafnframt biskup Íslands og forsvarsmenn innanríkisráðuneytisins á meðan dvöl hans stóð. Dr. Elgarawi er í forsvari fyrir átaki stjórnvalda í Kúveit til að leggja áherslu á hófsemi í iðkun íslams og að leysa ágreiningsmál milli ólíkra samfélagshópa með samræðum á grundvelli sameiginlegra gilda og hófsemi. „Hófsemi þýðir gæska, umburðarlyndi, réttlæti, friður og ást. Allt þetta liggur að hinu sama. Við höfum borið þennan boðskap út til margra landa þar sem múslímar búa með öðrum hópum, bæði múslímum og öðrum. Okkar stefna er að virða þá sem eru annarrar skoðunar en við og vinna með þeim." Átakið hófst fyrir um fjórum til fimm árum þegar stjórnvöld í Kúveit horfðu upp á aukna róttækni í hópi unga fólksins þar í landi. „Við sáum að ekki gekk að taka á þessum málum með hörku og ákváðum þess í stað að ræða vandamálið við unga fólkið á grundvelli trúar og gilda. Við settumst niður með þeim og það gekk afar vel og út frá því ákváðum við að nota þessa aðferð víðar." Dr. Elgarawi segir verkefnið hafa gengið afar vel. Meðal annars hafi hann nýlega hitt fólk í Tsjetsjeníu og Rússlandi, þar sem öfgahópar hafa fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Fyrir þeirra atbeina hafi verið reist miðstöð um hófsemi í Moskvu og í síðustu viku undirritaði Elgarawi viljayfirlýsingu við forseta Tsjetsjeníu um að reyna að sætta stríðandi öfl með samræðum. Elgarawi sagði að ekki þyrfti að vera flókið að stilla til friðar og bæta heiminn. „Aðrir hópar eru líka manneskjur og frændur okkar, afkomendur Adams og Evu. Í íslam eru góð gildi alveg eins og í kristni, gyðingdómi og búddisma. Við getum unnið saman í gegnum þessi grundvallargildi. Ég virði trú annarra og býst við að þeir virði mína, en okkar sýn er sú að við getum öll unnið saman á grundvelli þes sem sameinar okkur." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam." Þetta segir Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í trúmálaráðuneyti Kúveit. Hann var staddur hér á landi í byrjun viku til að hitta trúbræður sína í Félagi múslíma á Íslandi en hann hitti jafnframt biskup Íslands og forsvarsmenn innanríkisráðuneytisins á meðan dvöl hans stóð. Dr. Elgarawi er í forsvari fyrir átaki stjórnvalda í Kúveit til að leggja áherslu á hófsemi í iðkun íslams og að leysa ágreiningsmál milli ólíkra samfélagshópa með samræðum á grundvelli sameiginlegra gilda og hófsemi. „Hófsemi þýðir gæska, umburðarlyndi, réttlæti, friður og ást. Allt þetta liggur að hinu sama. Við höfum borið þennan boðskap út til margra landa þar sem múslímar búa með öðrum hópum, bæði múslímum og öðrum. Okkar stefna er að virða þá sem eru annarrar skoðunar en við og vinna með þeim." Átakið hófst fyrir um fjórum til fimm árum þegar stjórnvöld í Kúveit horfðu upp á aukna róttækni í hópi unga fólksins þar í landi. „Við sáum að ekki gekk að taka á þessum málum með hörku og ákváðum þess í stað að ræða vandamálið við unga fólkið á grundvelli trúar og gilda. Við settumst niður með þeim og það gekk afar vel og út frá því ákváðum við að nota þessa aðferð víðar." Dr. Elgarawi segir verkefnið hafa gengið afar vel. Meðal annars hafi hann nýlega hitt fólk í Tsjetsjeníu og Rússlandi, þar sem öfgahópar hafa fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Fyrir þeirra atbeina hafi verið reist miðstöð um hófsemi í Moskvu og í síðustu viku undirritaði Elgarawi viljayfirlýsingu við forseta Tsjetsjeníu um að reyna að sætta stríðandi öfl með samræðum. Elgarawi sagði að ekki þyrfti að vera flókið að stilla til friðar og bæta heiminn. „Aðrir hópar eru líka manneskjur og frændur okkar, afkomendur Adams og Evu. Í íslam eru góð gildi alveg eins og í kristni, gyðingdómi og búddisma. Við getum unnið saman í gegnum þessi grundvallargildi. Ég virði trú annarra og býst við að þeir virði mína, en okkar sýn er sú að við getum öll unnið saman á grundvelli þes sem sameinar okkur." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira