

Það er ekki hægt að sökkva dýpra
Nú standa umræður um forsetakosningar sem hæst. Á sama tíma kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á borgarráðsfundi að um 24-30 leiðbeinendum sem unnið hafa í félagsmiðstöðvum eldri borgara hafi verið sagt upp störfum og að ekki muni verða ráðnir starfsmenn í þeirra stað.
Reykjavíkurborg er hér með að „gjöreyða" félagsstarfi eldri borgara á 15 starfsstöðvum. Mjög pent. Tillögunni var ýtt í gegn á meðan aðrar umræður eru í brennidepli. Hefur tillagan verið samþykkt af velferðarráði, borgarstjórn eða borgarráði?
Hálft starfsgildi verður fyrir hverja félagsmiðstöð og reyna á að fá Rauða krossinn og/eða hjúkrunarheimilin til að manna restina með sjálfboðastarfi. Hvað er verið að tala um? Það sér það hver heilvita maður að þetta getur alls ekki gengið upp.
Niðurskurðurinn á hjúkrunarheimilum borgarinnar er nú þegar orðinn það mikill að ég efast stórlega um að þar sé hægt að fá mannskap í sjálfboðastarf til að manna stöður, þó að þar vinni frábært fólk sem má þola mikið álag dag hvern og sé alltaf tilbúið að leggja fram sína aðstoð og þjónustulund.
Hvert mun þessi hópur leita? Hvert getur hann leitað? Er búið að hugsa málið til enda? Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir eru þetta hreinlega fáránlegar aðgerðir sem skreyttar eru með hugtökum sem „flott" er að nota nú á dögum þegar þarf að afgreiða flókin mál, má þar nefna hugtök eins og „sjálfbærni" og „valdefli", hugtök sem hinn almenni borgari skilur hugsanlega ekki til hlítar, því þau eru notuð í svo víðu samhengi og við öll tilefni sem gefast, en allt lítur þetta rosalega vel út á pappír.
Að mínu mati getur borgin hreinlega ekki sokkið dýpra, þetta eru kerfisbundnar aðgerðir í átt að verulegri félagslegri einangrun og ekkert annað, þessar aðgerðir munu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra sem sótt hafa félagstarfið, áhyggjur þeirra af ástvinum og ættingjum munu stóraukast. Eldri borgarar hafa unnið fyrir sér frá unga aldri, margir hverjir ef ekki allir mun erfiðari störf en þekkjast í dag. Þau hafa borgað sína skatta og gjöld. Hvenær mun vera komið nóg?
Af minni reynslu þá finn ég það að félagsstarf eldri borgara gefur þeim sem það sækja mikið, eldmóð, tilhlökkun, hamingju og lífsfyllingu. Sá hópur sem er virkur í félagsstarfinu nýtur þess tvímælalaust. Það fer ekki á milli mála að þetta starf er nauðsynlegt og er hluti af lífi þúsunda einstaklinga.
Kominn er tími til að við hugsum um hvað Reykjavíkurborg er að gera. Hefur sameining leikskóla sýnt að þær aðgerðir skili þeim sparnaði sem sameiningin átti að færa? Sameina á heimili fyrir fatlaða núna á næstu misserum, hvað hefur það í för með sér? Talað hefur verið um sameiningu grunnskóla. Áður en við vitum af verður allt sameinað í sparnaðarskyni, en myndar það samstöðu í samfélaginu? Kominn er tími á að ekki aðeins það góða hjá borginni rati í fjölmiðla og að sparnaðaraðgerðir verði ekki þaggaðar niður.
Hvernig væri að borgarstjórn myndi hætta að tala um það hverjir fara í jómfrúarflug og hverjir ekki og fari að sinna sínu starfi af alvöru?
Skoðun

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar