Íslenskur salatbóndi leiðbeinir Kínverjum 12. júlí 2012 07:30 Hafberg Þórisson og Liu Yi Hua Hafberg ræddi við stóreignamanninn og fjárfestinn Liu Yi Hua í Giyjong um hátæknigróðurhús Hafbergs í Reykjavík sem fyrirmynd við uppbyggingu grænmetisræktunar með auknum afköstum og gæðum í Kína. Mynd/Úr einkasafni „Ég er mjög stoltur af hugmyndum þeirra um að láta peninga í þetta verkefni og gera það vel," segir Hafberg Þórisson, eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sem nýkominn er heim frá Kína þar sem hann ráðlagði heimamönnum um gróðurhúsaræktun. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína heimsótti Lambhaga í maí. Áður höfðu tvær kínverskar sendinefndir heimsótt Hafberg og gróðrarstöðina hans sem þekkt er fyrir Lambhagasalat. Kínverjarnir buðu Hafberg til heimalands síns og þaðan kom hann í síðustu viku eftir rúmlega viku dvöl, fyrst og fremst í Giyjong-héraði. „Þar sýndu þeir okkur hvað þeir eru búnir að gera, hvað þá langar til að gera og hvað er á döfinni," segir Hafberg og útskýrir að þótt Kínverjar séu óhemjugóðir og tæknilega fullkomnir í ræktun hrísgrjóna séu aðferðir þeirra í grænmetisrækt ef til vill ekki nógu afkastamiklar og stundum skorti á gæði. „Nú vilja þeir afkastameiri aðferðir og það er mikill hugur í þeim," segir Hafberg sem átti góðar viðræður við héraðsstjórnina í Giyjong, þar sem stærsta borgin telur 6,5 milljónir íbúa. „Þeir eru mjög velviljaðir því að það sé farið af stað með alvöru verkefni og að það verði gert á sama hátt og hérna hjá mér," segir Hafberg. Kínverjarnir hafi aðallega verið að hugsa um salat. „En ég benti þeim líka á að það er svo margt, margt annað sem þeir geta gert." Hafberg segir heimsóknina hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Þeir eru agaðir og mjög umhugað að gera góða hluti, ekki bara í garðyrkju. Vegir og allir innviðir bera vitni um ofboðslegan metnað. Það kom mér mjög á óvart hversu vel hlutunum er stjórnað á þessu svæði," segir garðyrkjubóndinn. Sjálfur er Hafberg einmitt um þessar mundir að betrumbæta eigin framleiðslustöð í Lambhaga. Þar á hann í samvinnu við danska fyrirtækið Danish Greenhouse Supply sem hann kveður það stærsta í Evrópu í framleiðslu tæknibúnaðar í gróðurhús. Danska fyrirtækið taki þátt í verkefninu í Kína og hluti tæknibúnaðarins sé þróaður í Lambhaga þar sem salat er ræktað í lokuðu rými með flugnanetum og tölvustýrðri vatnskælingu. „Það er það sem þeir eru að leita að; að geta stjórnað framleiðslunni til að fá ákveðið magn og gæði á hvern fermetra," segir Hafberg sem á standandi boð um að koma sjálfur til starfa ytra. „Ég er í ágætum málum hérna heima og er ekkert að leita mér að vinnu og benti þeim á að það er til fullt af fólki sem er betra en ég. En ég bauð þeim að vera á hliðarlínunni." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af hugmyndum þeirra um að láta peninga í þetta verkefni og gera það vel," segir Hafberg Þórisson, eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sem nýkominn er heim frá Kína þar sem hann ráðlagði heimamönnum um gróðurhúsaræktun. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína heimsótti Lambhaga í maí. Áður höfðu tvær kínverskar sendinefndir heimsótt Hafberg og gróðrarstöðina hans sem þekkt er fyrir Lambhagasalat. Kínverjarnir buðu Hafberg til heimalands síns og þaðan kom hann í síðustu viku eftir rúmlega viku dvöl, fyrst og fremst í Giyjong-héraði. „Þar sýndu þeir okkur hvað þeir eru búnir að gera, hvað þá langar til að gera og hvað er á döfinni," segir Hafberg og útskýrir að þótt Kínverjar séu óhemjugóðir og tæknilega fullkomnir í ræktun hrísgrjóna séu aðferðir þeirra í grænmetisrækt ef til vill ekki nógu afkastamiklar og stundum skorti á gæði. „Nú vilja þeir afkastameiri aðferðir og það er mikill hugur í þeim," segir Hafberg sem átti góðar viðræður við héraðsstjórnina í Giyjong, þar sem stærsta borgin telur 6,5 milljónir íbúa. „Þeir eru mjög velviljaðir því að það sé farið af stað með alvöru verkefni og að það verði gert á sama hátt og hérna hjá mér," segir Hafberg. Kínverjarnir hafi aðallega verið að hugsa um salat. „En ég benti þeim líka á að það er svo margt, margt annað sem þeir geta gert." Hafberg segir heimsóknina hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Þeir eru agaðir og mjög umhugað að gera góða hluti, ekki bara í garðyrkju. Vegir og allir innviðir bera vitni um ofboðslegan metnað. Það kom mér mjög á óvart hversu vel hlutunum er stjórnað á þessu svæði," segir garðyrkjubóndinn. Sjálfur er Hafberg einmitt um þessar mundir að betrumbæta eigin framleiðslustöð í Lambhaga. Þar á hann í samvinnu við danska fyrirtækið Danish Greenhouse Supply sem hann kveður það stærsta í Evrópu í framleiðslu tæknibúnaðar í gróðurhús. Danska fyrirtækið taki þátt í verkefninu í Kína og hluti tæknibúnaðarins sé þróaður í Lambhaga þar sem salat er ræktað í lokuðu rými með flugnanetum og tölvustýrðri vatnskælingu. „Það er það sem þeir eru að leita að; að geta stjórnað framleiðslunni til að fá ákveðið magn og gæði á hvern fermetra," segir Hafberg sem á standandi boð um að koma sjálfur til starfa ytra. „Ég er í ágætum málum hérna heima og er ekkert að leita mér að vinnu og benti þeim á að það er til fullt af fólki sem er betra en ég. En ég bauð þeim að vera á hliðarlínunni." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira