Tjáningar- og upplýsingafrelsi styrkt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. júlí 2012 06:00 Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að stýrihópur á vegum mennta- og menningarmálaráðherra hefði nú til skoðunar hvernig breyta þyrfti lögum til að styrkja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi á Íslandi. Þetta er þarft verkefni, en hópurinn var settur á fót í framhaldi af því að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri þingmanna um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Eitt af fyrstu verkum hópsins var að skrifa refsiréttarnefnd erindi um hvort ekki væri rétt að færa ákvæði um meiðyrði úr hegningarlögum yfir í skaðabótalög og afnema refsingu við brotum á þeim. Ása Ólafsdóttir, formaður hópsins, segir í Fréttablaðinu að ekki séu mörg dæmi um að refsað sé fyrir meiðyrði, en þessi breyting myndi breyta ásýnd þessara mála. Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í auknum mæli gagnrýnt refsingar á þessu sviði. ?Það er mikilvægt að við getum sýnt fram á að hafa tekið upplýsta ákvörðun um að bótamál og umgjörð utan um meiðyrðalöggjöf séu ekki inni í hegningarlögum heldur í einkarétti. Það er viðhorfsbreyting og stórt skref,? segir Ása. Það virðist liggja frekar beint við að stíga þetta skref. Það er ekki eðlilegt að það sé ríkisvaldið, sem refsar einstaklingi fyrir að viðhafa ærumeiðandi ummæli um aðra, heldur hlýtur sá sem telur á sér brotið að sækja rétt sinn í einkamáli fyrir dómstólum. Það rímar við aðra breytingu sem nefndin skoðar, það er hvort ástæða sé til að afnema heimildir til lögbanns vegna væntanlegrar birtingar efnis í fjölmiðlum. Ása bendir á að krafa um lögbann geti takmarkað tjáningarfrelsið, en á móti verði að styrkja rétt þeirra sem verði fyrir meiðandi ummælum. Breytingar í þessum efnum eiga að sjálfsögðu ekki að létta af fjölmiðlum þeirri skyldu að vanda upplýsingaöflun sína og vega ekki að æru manna að ástæðulausu. Nefndin skoðar hvort ganga eigi enn lengra en gert var með nýjum fjölmiðlalögum í að tryggja vernd heimildarmanna. Meðal annars er skoðað hvort draga eigi úr þagnarskyldu opinberra starfsmanna til að þeir geti ljóstrað upp um atvik sem þeir verða áskynja í starfi sínu og eiga erindi við almenning. Ása tekur fram að skiptar skoðanir séu um þetta atriði. Mörg ríki hafa hins vegar breytt lögum til að styrkja stöðu uppljóstrara. Þagnarskylda opinberra starfsmanna er hugsuð til að vernda til dæmis öryggi ríkisins og einkalíf skjólstæðinga opinberra stofnana. Hún á hins vegar ekki að ná yfir það þegar starfsfólk hins opinbera kemst til að mynda á snoðir um spillingu eða vonda stjórnsýslu. Slíkar upplýsingar eiga skilyrðislaust erindi við almenning. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra virðist ætla að fylgja þessu máli vel eftir og segir skoðun lagaumhverfisins brýna. ?Það hefur komið á daginn að það var mikil þörf á endurbótum í þessum málaflokki,? sagði hún í Fréttablaðinu á laugardag. Það er vafalaust rétt hjá ráðherranum. En af hverju hefur hún þá haldið til streitu frumvarpi sínu um að banna birtingu skoðanakannana dagana fyrir kosningar, sem væri augljóst brot á tjáningar- og upplýsingafrelsi? Kannski stýrihópurinn kveði þá hugmynd í kútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að stýrihópur á vegum mennta- og menningarmálaráðherra hefði nú til skoðunar hvernig breyta þyrfti lögum til að styrkja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi á Íslandi. Þetta er þarft verkefni, en hópurinn var settur á fót í framhaldi af því að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri þingmanna um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Eitt af fyrstu verkum hópsins var að skrifa refsiréttarnefnd erindi um hvort ekki væri rétt að færa ákvæði um meiðyrði úr hegningarlögum yfir í skaðabótalög og afnema refsingu við brotum á þeim. Ása Ólafsdóttir, formaður hópsins, segir í Fréttablaðinu að ekki séu mörg dæmi um að refsað sé fyrir meiðyrði, en þessi breyting myndi breyta ásýnd þessara mála. Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í auknum mæli gagnrýnt refsingar á þessu sviði. ?Það er mikilvægt að við getum sýnt fram á að hafa tekið upplýsta ákvörðun um að bótamál og umgjörð utan um meiðyrðalöggjöf séu ekki inni í hegningarlögum heldur í einkarétti. Það er viðhorfsbreyting og stórt skref,? segir Ása. Það virðist liggja frekar beint við að stíga þetta skref. Það er ekki eðlilegt að það sé ríkisvaldið, sem refsar einstaklingi fyrir að viðhafa ærumeiðandi ummæli um aðra, heldur hlýtur sá sem telur á sér brotið að sækja rétt sinn í einkamáli fyrir dómstólum. Það rímar við aðra breytingu sem nefndin skoðar, það er hvort ástæða sé til að afnema heimildir til lögbanns vegna væntanlegrar birtingar efnis í fjölmiðlum. Ása bendir á að krafa um lögbann geti takmarkað tjáningarfrelsið, en á móti verði að styrkja rétt þeirra sem verði fyrir meiðandi ummælum. Breytingar í þessum efnum eiga að sjálfsögðu ekki að létta af fjölmiðlum þeirri skyldu að vanda upplýsingaöflun sína og vega ekki að æru manna að ástæðulausu. Nefndin skoðar hvort ganga eigi enn lengra en gert var með nýjum fjölmiðlalögum í að tryggja vernd heimildarmanna. Meðal annars er skoðað hvort draga eigi úr þagnarskyldu opinberra starfsmanna til að þeir geti ljóstrað upp um atvik sem þeir verða áskynja í starfi sínu og eiga erindi við almenning. Ása tekur fram að skiptar skoðanir séu um þetta atriði. Mörg ríki hafa hins vegar breytt lögum til að styrkja stöðu uppljóstrara. Þagnarskylda opinberra starfsmanna er hugsuð til að vernda til dæmis öryggi ríkisins og einkalíf skjólstæðinga opinberra stofnana. Hún á hins vegar ekki að ná yfir það þegar starfsfólk hins opinbera kemst til að mynda á snoðir um spillingu eða vonda stjórnsýslu. Slíkar upplýsingar eiga skilyrðislaust erindi við almenning. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra virðist ætla að fylgja þessu máli vel eftir og segir skoðun lagaumhverfisins brýna. ?Það hefur komið á daginn að það var mikil þörf á endurbótum í þessum málaflokki,? sagði hún í Fréttablaðinu á laugardag. Það er vafalaust rétt hjá ráðherranum. En af hverju hefur hún þá haldið til streitu frumvarpi sínu um að banna birtingu skoðanakannana dagana fyrir kosningar, sem væri augljóst brot á tjáningar- og upplýsingafrelsi? Kannski stýrihópurinn kveði þá hugmynd í kútinn.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun