Kjósum fulltrúa innflytjenda! Toshiki Toma skrifar 3. ágúst 2012 06:00 Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni. Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar. Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar. Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði. Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi“ í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp. Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna. Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni. Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar. Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar. Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði. Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi“ í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp. Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna. Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar