Fjármál sveitarfélaga Halldór Halldórsson skrifar 26. september 2012 06:00 Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna. Ráðstefnan er haldin fyrr að haustinu en áður var vegna þess að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru unnar og samþykktar fyrr og fjárlög ríkisins eru lögð fram fyrr en venjan var. Að þessu sinni verður Fjármálaráðstefnan í Hörpu 27. og 28. september nk. Að venju verður umræða um samskipti stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum lýst yfir ánægju með mikil samskipti við ríkisvaldið en því miður hafa þau samskipti ekki alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu sem við teldum æskilegasta. Þá vilja samskiptin gleymast af og til ríkismegin við borðið og gætir þess verulega núna við framlagningu fjárlaga fyrir árið 2013. Þrátt fyrir umræðu um erfiðleika í rekstri sveitarfélaga og oft á tíðum miklar upphrópanir í þeirri umræðu þá er ljóst að reksturinn hefur batnað jafnt og þétt frá efnahagshruninu haustið 2008. Ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2011 eru teknir saman í Árbók sveitarfélaga sem kemur út á Fjármálaráðstefnunni. Samanburður á milli ára sýnir aukningu veltufjár frá rekstri og lækkun skulda og skuldbindinga í hlutfalli við tekjur. Eins og mörgum er kunnugt hefur það markmið verið sett að skuldir sveitarfélaga eigi að vera innan við 150% af tekjum þeirra. Sveitarfélögin hafa tíu ár til að ná þessu markmiði nýrra sveitarstjórnarlaga. Þegar allir sveitarsjóðir landsins (A hluti) eru teknir saman er ljóst að skuldir og skuldbindingar eru 135% af tekjum eða innan við þetta markmið. Sama gildir ekki um fyrirtæki sveitarfélaga (B hluti) en þar eru skuldir og skuldbindingar 231% af tekjum. Þarna vega þyngst miklar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það eru staðbundin vandamál hjá ákveðnum sveitarfélögum þó mörg þeirra hafi náð töluverðum árangri í sínum rekstri. Það er ánægjulegt og traustvekjandi að sjá að sveitarsjóðir landsins í heild standa alveg þokkalega og áreiðanlega mun betur en almenningur gæti haldið miðað við umræðuna. Þess ber jafnframt að geta að sveitarfélögin færa allar sínar skuldir og skuldbindingar í ársreikninga. Nokkuð sem ríkissjóður gæti lært af sveitarfélögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna. Ráðstefnan er haldin fyrr að haustinu en áður var vegna þess að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru unnar og samþykktar fyrr og fjárlög ríkisins eru lögð fram fyrr en venjan var. Að þessu sinni verður Fjármálaráðstefnan í Hörpu 27. og 28. september nk. Að venju verður umræða um samskipti stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum lýst yfir ánægju með mikil samskipti við ríkisvaldið en því miður hafa þau samskipti ekki alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu sem við teldum æskilegasta. Þá vilja samskiptin gleymast af og til ríkismegin við borðið og gætir þess verulega núna við framlagningu fjárlaga fyrir árið 2013. Þrátt fyrir umræðu um erfiðleika í rekstri sveitarfélaga og oft á tíðum miklar upphrópanir í þeirri umræðu þá er ljóst að reksturinn hefur batnað jafnt og þétt frá efnahagshruninu haustið 2008. Ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2011 eru teknir saman í Árbók sveitarfélaga sem kemur út á Fjármálaráðstefnunni. Samanburður á milli ára sýnir aukningu veltufjár frá rekstri og lækkun skulda og skuldbindinga í hlutfalli við tekjur. Eins og mörgum er kunnugt hefur það markmið verið sett að skuldir sveitarfélaga eigi að vera innan við 150% af tekjum þeirra. Sveitarfélögin hafa tíu ár til að ná þessu markmiði nýrra sveitarstjórnarlaga. Þegar allir sveitarsjóðir landsins (A hluti) eru teknir saman er ljóst að skuldir og skuldbindingar eru 135% af tekjum eða innan við þetta markmið. Sama gildir ekki um fyrirtæki sveitarfélaga (B hluti) en þar eru skuldir og skuldbindingar 231% af tekjum. Þarna vega þyngst miklar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það eru staðbundin vandamál hjá ákveðnum sveitarfélögum þó mörg þeirra hafi náð töluverðum árangri í sínum rekstri. Það er ánægjulegt og traustvekjandi að sjá að sveitarsjóðir landsins í heild standa alveg þokkalega og áreiðanlega mun betur en almenningur gæti haldið miðað við umræðuna. Þess ber jafnframt að geta að sveitarfélögin færa allar sínar skuldir og skuldbindingar í ársreikninga. Nokkuð sem ríkissjóður gæti lært af sveitarfélögum.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun