Tækifæri til persónukjörs 2013 Björn Guðbrandur Jónsson skrifar 11. október 2012 00:00 Eitt af því sem kjósendum er ætlað að kveða upp úr með í atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi um ný stjórnarskrárdrög er hvort heimila eigi persónukjör. Það segir mikið um hugmyndalegt alræði stjórnmálaflokkanna áratugum saman á þessu sviði að ástæða þykir til að leyfa sérstaklega persónukjör. Það verður að teljast ágalli á fyrirkomulagi fulltrúalýðræðis að kjósendum sé ekki heimilt að velja í frjálsu vali þá fulltrúa sem þeir treysta best. Fyrst þurfi að efna til flokkadrátta áður en kjósendum er treyst til að rækja hlutverk sitt. Stjórnarskrármálið og téð atkvæðagreiðsla eru til komin af þeim almenna áhuga fyrir bættu samfélagi sem kviknaði upp úr hruninu. Enn örlar á þessum áhuga, um það vitna þau mörgu nýju samtök sem ætla sér að efna til framboðs fyrir alþingiskosningarnar næstkomandi vor. En þessi nýju öfl standa frammi fyrir vanda. Sá felst ekki í því að ný stjórnmálaöfl eigi ekki erindi, heldur í því að stjórnmálastéttin sem fyrir er hefur úthlutað sjálfri sér gríðarlegri forgjöf í baráttunni um stuðning og atkvæði kjósenda. Um er að ræða kerfislæga mismunun á formi styrkja af opinberu fé sem veitast eingöngu þeim sem fyrir eru og 5% þröskuldar fyrir því að framboð fái fulltrúa á þing. Undir þessum kringumstæðum er borðleggjandi að fari nýju framboðin fram hvert fyrir sig þá tæta þau fylgi hvert af öðru, ná fæst tilskildu lágmarki og enda með að spila öllu upp í hendurnar á fjórflokknum sem fyrir er. Slík niðurstaða yrði vond og það alversta að hún væri sjálfskaparvíti. Því þessi nýju öfl eiga tromp á hendi sem getur nýst til fulls meðan enn er heill vetur til undirbúnings næstu alþingiskosninga. Ég á auðvitað við sameiginlegt framboð allra hinna nýju afla og ekki bara það heldur yrði afar hentugt að beita þar persónukjöri innan þess ramma sem núgildandi kosningalög leyfa. Lögin þau eru hins vegar sniðin að flokkaframboðum og þar hefur persónukjör lítið vægi. Þó er í lögunum (82. grein) gert ráð fyrir að kjósendur geti raðað og strikað frambjóðendur út á þeim lista sem þeir kjósa. Þetta gera einhverjir kjósendur að jafnaði en sjaldnast í þeim mæli að það hafi skipt verulegu máli. Aldrei hefur það gerst mér vitanlega að framboð hafi komið fram með yfirlýstan óraðaðan lista og hvatt kjósendur sína til að raða á listann í kjörklefanum með útstrikunum og/eða umröðun. Undirritaður hefur lengi verið áhugasamur um persónukjör og litið svo á að það geti verið lykillinn að bættri stjórnmálamenningu hér á landi. Hjarðhegðun í kringum flokksforystur er að mínum dómi vont atferli, til þess fallið að leiða menn og málefni í ógöngur. Munum hrunið og aðdraganda þess. Stefnuskrár eru ekki aðalatriðið – stjórnmálastéttin hefur þróað hæfni til að fara á svig við allt slíkt – heldur trúverðugleiki þess fólks sem velst inn á fulltrúasamkomur í lýðræðisþjóðfélagi. Ég vil sem kjósandi geta valið það fólk sem ég treysti, því flokkum treysti ég ekki. Hér er einnig hollt að hafa í huga samanburð á vinnubrögðum, annars vegar Alþingis, sem kjörið er á grunni flokka, og hins vegar Stjórnlagaráðs, sem kosið var persónukjöri. Alþingi nýtur hvorki mikils trausts né virðingar landsmanna enda virðast flokkadrættir, óvinavæðing og málþóf helst einkenna þar starfshætti. Stjórnlagaráðið virtist starfa á öllu heilnæmari hátt, í átt að sameiginlegri niðurstöðu sem nú kemur til umfjöllunar hjá kjósendum. Nýju öflin sem horfa til alþingiskosninga vorið 2013, hvaða nafni sem þau nefnast, Samstaða, Dögun, Björt framtíð, Hægri grænir, Húmanistar og hugsanlega fleiri, þurfa að steypa sér saman á einn framboðsvettvang. Annars eiga þau enga raunhæfa möguleika og það sem er öllu alvarlegra, þá er lítil von fyrir okkur, hina fjölmörgu kjósendur sem vilja sjá raunverulegar breytingar. Til að nýta möguleika sína til fulls þurfa þau svo að bjóða fram óraðaða lista sem kjósendur hafa verið hvattir eindregið til að raða og stroka út samkvæmt eigin dómgreind og sannfæringu. Þetta er einfalt og á færi allra kjósenda. Að sjálfsögðu halda viðkomandi samtök áfram að starfa og gera grein fyrir sér, stefnumálum sínum og sínu fólki. Sameiginlegt framboð þarf ekki að hafa neina samræmda stefnu, frambjóðendurnir bera uppi stefnumál sín og sinna stjórnmálasamtaka. Tilgangur slíks framboðs er að koma á framfæri frambjóðendum og veita þeim raunhæfa möguleika við aðstæður sem gömlu flokkarnir hafa mótað í sína þágu. En til að þetta virki þarf að nýta veturinn vel og ekki er eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eitt af því sem kjósendum er ætlað að kveða upp úr með í atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi um ný stjórnarskrárdrög er hvort heimila eigi persónukjör. Það segir mikið um hugmyndalegt alræði stjórnmálaflokkanna áratugum saman á þessu sviði að ástæða þykir til að leyfa sérstaklega persónukjör. Það verður að teljast ágalli á fyrirkomulagi fulltrúalýðræðis að kjósendum sé ekki heimilt að velja í frjálsu vali þá fulltrúa sem þeir treysta best. Fyrst þurfi að efna til flokkadrátta áður en kjósendum er treyst til að rækja hlutverk sitt. Stjórnarskrármálið og téð atkvæðagreiðsla eru til komin af þeim almenna áhuga fyrir bættu samfélagi sem kviknaði upp úr hruninu. Enn örlar á þessum áhuga, um það vitna þau mörgu nýju samtök sem ætla sér að efna til framboðs fyrir alþingiskosningarnar næstkomandi vor. En þessi nýju öfl standa frammi fyrir vanda. Sá felst ekki í því að ný stjórnmálaöfl eigi ekki erindi, heldur í því að stjórnmálastéttin sem fyrir er hefur úthlutað sjálfri sér gríðarlegri forgjöf í baráttunni um stuðning og atkvæði kjósenda. Um er að ræða kerfislæga mismunun á formi styrkja af opinberu fé sem veitast eingöngu þeim sem fyrir eru og 5% þröskuldar fyrir því að framboð fái fulltrúa á þing. Undir þessum kringumstæðum er borðleggjandi að fari nýju framboðin fram hvert fyrir sig þá tæta þau fylgi hvert af öðru, ná fæst tilskildu lágmarki og enda með að spila öllu upp í hendurnar á fjórflokknum sem fyrir er. Slík niðurstaða yrði vond og það alversta að hún væri sjálfskaparvíti. Því þessi nýju öfl eiga tromp á hendi sem getur nýst til fulls meðan enn er heill vetur til undirbúnings næstu alþingiskosninga. Ég á auðvitað við sameiginlegt framboð allra hinna nýju afla og ekki bara það heldur yrði afar hentugt að beita þar persónukjöri innan þess ramma sem núgildandi kosningalög leyfa. Lögin þau eru hins vegar sniðin að flokkaframboðum og þar hefur persónukjör lítið vægi. Þó er í lögunum (82. grein) gert ráð fyrir að kjósendur geti raðað og strikað frambjóðendur út á þeim lista sem þeir kjósa. Þetta gera einhverjir kjósendur að jafnaði en sjaldnast í þeim mæli að það hafi skipt verulegu máli. Aldrei hefur það gerst mér vitanlega að framboð hafi komið fram með yfirlýstan óraðaðan lista og hvatt kjósendur sína til að raða á listann í kjörklefanum með útstrikunum og/eða umröðun. Undirritaður hefur lengi verið áhugasamur um persónukjör og litið svo á að það geti verið lykillinn að bættri stjórnmálamenningu hér á landi. Hjarðhegðun í kringum flokksforystur er að mínum dómi vont atferli, til þess fallið að leiða menn og málefni í ógöngur. Munum hrunið og aðdraganda þess. Stefnuskrár eru ekki aðalatriðið – stjórnmálastéttin hefur þróað hæfni til að fara á svig við allt slíkt – heldur trúverðugleiki þess fólks sem velst inn á fulltrúasamkomur í lýðræðisþjóðfélagi. Ég vil sem kjósandi geta valið það fólk sem ég treysti, því flokkum treysti ég ekki. Hér er einnig hollt að hafa í huga samanburð á vinnubrögðum, annars vegar Alþingis, sem kjörið er á grunni flokka, og hins vegar Stjórnlagaráðs, sem kosið var persónukjöri. Alþingi nýtur hvorki mikils trausts né virðingar landsmanna enda virðast flokkadrættir, óvinavæðing og málþóf helst einkenna þar starfshætti. Stjórnlagaráðið virtist starfa á öllu heilnæmari hátt, í átt að sameiginlegri niðurstöðu sem nú kemur til umfjöllunar hjá kjósendum. Nýju öflin sem horfa til alþingiskosninga vorið 2013, hvaða nafni sem þau nefnast, Samstaða, Dögun, Björt framtíð, Hægri grænir, Húmanistar og hugsanlega fleiri, þurfa að steypa sér saman á einn framboðsvettvang. Annars eiga þau enga raunhæfa möguleika og það sem er öllu alvarlegra, þá er lítil von fyrir okkur, hina fjölmörgu kjósendur sem vilja sjá raunverulegar breytingar. Til að nýta möguleika sína til fulls þurfa þau svo að bjóða fram óraðaða lista sem kjósendur hafa verið hvattir eindregið til að raða og stroka út samkvæmt eigin dómgreind og sannfæringu. Þetta er einfalt og á færi allra kjósenda. Að sjálfsögðu halda viðkomandi samtök áfram að starfa og gera grein fyrir sér, stefnumálum sínum og sínu fólki. Sameiginlegt framboð þarf ekki að hafa neina samræmda stefnu, frambjóðendurnir bera uppi stefnumál sín og sinna stjórnmálasamtaka. Tilgangur slíks framboðs er að koma á framfæri frambjóðendum og veita þeim raunhæfa möguleika við aðstæður sem gömlu flokkarnir hafa mótað í sína þágu. En til að þetta virki þarf að nýta veturinn vel og ekki er eftir neinu að bíða.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun