Illvilji Brynjar Níelsson skrifar 16. október 2012 06:00 Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt. En hvar liggja ósannindin og illviljinn í þessari setningu? Þjóðfundurinn var á vegum stjórnvalda, sem skipuðu stjórnlaganefnd, sem aftur sá um framkvæmd þjóðfundarins. Á hverju borði var „lóðs“ og eins og allir vita leiðir lóðsinn. Við getum svo deilt um það hvort og hvernig það hafði áhrif á umræðuna á þjóðfundinum. Ég efast ekki eitt augnablik um það að lóðsar og aðrir sem komu að framkvæmd þjóðfundarins hafi starfað að heilum hug, af einlægni og drenglyndi og reynt að gæta hlutleysis. Gagnrýni mín lýtur að fyrirkomulagi þjóðfundarins en ekki að óheiðarleika stjórnlaganefndar eða starfsmanna hennar. Það er hins vegar alltaf svo í hópavinnu að einhver er leiðandi og hefur áhrif á aðra. Um það ber þjóðfundarfulltrúum, sem ég hef rætt við, saman. Það er mín skoðun að þetta fyrirkomulag þjóðfundarins henti afar illa til að fá fram raunverulegan vilja þjóðarinnar. Kosningaþátttaka þjóðarinnar í stjórnlagaþingskosningunum endurspeglar heldur ekki vilja þjóðfundarins til að kollvarpa stjórnarskránni eins og sumir vilja túlka niðurstöðu fundarins. Guðrún Pétursdóttir virðist vera af þeirri tegund fólks sem telur að andstæðar skoðanir, við sínar eigin, megi rekja til illvilja og jafnvel mannvonsku. Slíkt fólk hefur verið meira áberandi eftir hrun bankanna en áður. Við Guðrún hljótum að geta deilt um það og hvort fyrirkomulag þjóðfundarins sé slæmt eða gott til að fá fram þjóðarvilja án þess að saka hvort annað um illvilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt. En hvar liggja ósannindin og illviljinn í þessari setningu? Þjóðfundurinn var á vegum stjórnvalda, sem skipuðu stjórnlaganefnd, sem aftur sá um framkvæmd þjóðfundarins. Á hverju borði var „lóðs“ og eins og allir vita leiðir lóðsinn. Við getum svo deilt um það hvort og hvernig það hafði áhrif á umræðuna á þjóðfundinum. Ég efast ekki eitt augnablik um það að lóðsar og aðrir sem komu að framkvæmd þjóðfundarins hafi starfað að heilum hug, af einlægni og drenglyndi og reynt að gæta hlutleysis. Gagnrýni mín lýtur að fyrirkomulagi þjóðfundarins en ekki að óheiðarleika stjórnlaganefndar eða starfsmanna hennar. Það er hins vegar alltaf svo í hópavinnu að einhver er leiðandi og hefur áhrif á aðra. Um það ber þjóðfundarfulltrúum, sem ég hef rætt við, saman. Það er mín skoðun að þetta fyrirkomulag þjóðfundarins henti afar illa til að fá fram raunverulegan vilja þjóðarinnar. Kosningaþátttaka þjóðarinnar í stjórnlagaþingskosningunum endurspeglar heldur ekki vilja þjóðfundarins til að kollvarpa stjórnarskránni eins og sumir vilja túlka niðurstöðu fundarins. Guðrún Pétursdóttir virðist vera af þeirri tegund fólks sem telur að andstæðar skoðanir, við sínar eigin, megi rekja til illvilja og jafnvel mannvonsku. Slíkt fólk hefur verið meira áberandi eftir hrun bankanna en áður. Við Guðrún hljótum að geta deilt um það og hvort fyrirkomulag þjóðfundarins sé slæmt eða gott til að fá fram þjóðarvilja án þess að saka hvort annað um illvilja.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar