

Stuðningsgrein: Af hverju Árna Pál?
Árni Páll Árnason var kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2009, vann því næst sæti fyrsta þingmanns kjördæmisins af Sjálfstæðisflokknum í fyrsta sinn í sögunni og hefur í brátt 4 ár gegnt hlutverki leiðtoga okkar í kjördæminu með sóma. Næsta laugardag, þann 10. nóvember, veljum við aftur forystusveit og þá mun ég styðja Árna Pál til áframhaldandi forystu og setja hann í fyrsta sæti. Samstarfið við hann á erfiðustu pólitísku árum okkar allra er ástæða þess að ég kýs að stíga fram honum til stuðnings. Íslensk stjórnmál þurfa manneskju með hans eiginleika núna – hugrekki, yfirsýn og hæfni til að fá hluti til að gerast í heiðarlegri samvinnu við fólk óháð flokki og stöðu.
Árni Páll er óhræddur við að nálgast erfiðustu spurningar samtímans frá nýjum sjónarhornum. Allir hafa tekið eftir því í greinaskrifum hans og á fundum með flokksfólki. Hann er tilbúinn að skoða alla hluti upp á nýtt ef aðstæður krefjast þess þó það knýi á að skipta um skoðun. Alltof margir stjórnmálamenn sitja alltaf fastir þar sem þeir komust kringum tvítugt og verða með aldrinum kreddufullir einsýnismenn. Það verður aldrei sagt um Árna Pál. Upprunninn úr Alþýðubandalaginu hefur hann smám saman færst til frjálslyndis og femínisma sem í mínum huga eru aðal Samfylkingarinnar.
Sem félagsmálaráðherra var Árna Páli falið að draga vagninn í erfiðustu verkefnum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Og árangurinn talar sínu máli: greiðsluaðlögun, umboðsmaður skuldara og beina brautin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki litu dagsins ljós. Eða eru allir búnir að gleyma hinni mannfjandsamlegu gjaldþrotalöggjöf sem Íslendingar bjuggu við fyrir hrun? Hér verða ekki rifjaðar upp vendingarnar á stjórnarheimilinu í kjölfar fyrsta gengislánadómsins í ársbyrjun 2010 en minnt á að í kjölfar annars dómsins og lagasetningar í lok sama árs lækkuðu gengistryggðar skuldir almennings um 150 milljarða króna á 90 dögum. Lögin flýttu uppgjörum lána, gáfu mörgum rétt sem ekki hafði verið tryggður og tók ekki rétt af neinum manni. Þetta vill gleymast í umræðunni um gengistryggð húsnæðis- og bílalán landsmanna.
Undir forystu Samfylkingar og Árna Páls í félagsmálaráðuneytinu var velferðarsamfélagið varið í dýpstu kreppu sögunnar, staðið fyrir mikilvægu átaki, „Ungt fólk til athafna“, til að forða ungmennum frá böli atvinnuleysis og fundin leið til þess að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sem efnahags- og viðskiptaráðherra bar Árni Páll ábyrgð á samskiptum ríkisstjórnarinnar við AGS sem lauk með farsælli útskrift á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem íslenska leiðin var gerð upp svo eftir hefur verið tekið í alþjóðlegum fjölmiðlum til þessa dags.
Allir stjórnmálamenn, ekki síst ef þeir sitja á ráðherrastóli, þurfa að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir með almannahagsmuni í fyrirrúmi en ekki sérsniðnar að einstökum þrýstihópum. En þær þarf að taka og svo þarf fólk að þola mótlætið sem því fylgir því að taka þær. Árni Páll hefur fengið sinn skammt af andstreymi á yfirstandandi kjörtímabili, innan og utan ríkisstjórnar. En hann hefur staðið með jafnaðarstefnunni og almannahagsmunum og fyrir það nýtur hann virðingar þvert á flokksraðir og vítt og breitt í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu.
Að öðrum ólöstuðum treysti ég Árna Páli best til þess að leiða öfluga Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi áfram og til sigurs í alþingiskosningunum í vor.
Höfundur var þingkona Samfylkingarinnar 1999-2011.
Skoðun

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar

Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza
Birgir Finnsson skrifar

Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins?
Jonas Hammer skrifar

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?
Eiríkur Búi Halldórsson skrifar

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Áður en það verður of seint
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar