Jóhönnulánin Sigríður Andersen skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Það liggur fyrir að þeir sem tapað hafa mestu af eigin fé í húsnæði sínu eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu við sig á árunum 2007 og 2008. Í lok árs 2007 voru viðskiptabankarnir nær hættir að lána til íbúðarkaupa enda hafði þrengst um lánsfé og margt sem benti til að erfiðleikar væru fram undan í efnahagslífi Vesturlanda. Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir. Í nýrri skýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja um verðtryggingu, vexti og verðbólgu á Íslandi má glöggt sjá hvernig útlán ÍLS nær þrefölduðust frá áramótum þar til þau náðu hámarki síðsumars 2008. Jóhanna Sigurðardóttir narraði þannig fjölda manna til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Í þingræðu 23. maí 2008 sagði Jóhanna að ÍLS hefði „sannað gildi sitt sem lífæð fasteignamarkaðarins“. Hið rétta er að mánuðina þar á eftir veitti þessi æð ólyfjan um fasteignamarkaðinn sem gerði það að verkum að fleiri fóru illa út úr fasteignaviðskiptum en ella hefði orðið. Þessi heimili hafa annaðhvort eða bæði tapað stórum hluta eigin fjár í fasteignum sínum eða eru komin í neikvæða stöðu. Auðvitað er hugsanlegt að með tímanum hækki íbúðaverð umfram lán og staða þessa fólks batni en þangað til verður staðan óþægileg. Í viðurkenningarskyni fyrir þessa frammistöðu tók Jóhanna svo við sem forsætisráðherra í vinstri stjórn sem bannaði þessu fólki helstu bjargir með því að snarhækka alla skatta og tefja fyrir atvinnusköpun vítt og breitt um landið. Lágir skattar og næg atvinna eru þó ein helsta forsenda þess að heimilin geti staðið við skuldbindingar sínar og treyst stöðu sína og þar með þjóðfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir að þeir sem tapað hafa mestu af eigin fé í húsnæði sínu eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu við sig á árunum 2007 og 2008. Í lok árs 2007 voru viðskiptabankarnir nær hættir að lána til íbúðarkaupa enda hafði þrengst um lánsfé og margt sem benti til að erfiðleikar væru fram undan í efnahagslífi Vesturlanda. Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir. Í nýrri skýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja um verðtryggingu, vexti og verðbólgu á Íslandi má glöggt sjá hvernig útlán ÍLS nær þrefölduðust frá áramótum þar til þau náðu hámarki síðsumars 2008. Jóhanna Sigurðardóttir narraði þannig fjölda manna til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Í þingræðu 23. maí 2008 sagði Jóhanna að ÍLS hefði „sannað gildi sitt sem lífæð fasteignamarkaðarins“. Hið rétta er að mánuðina þar á eftir veitti þessi æð ólyfjan um fasteignamarkaðinn sem gerði það að verkum að fleiri fóru illa út úr fasteignaviðskiptum en ella hefði orðið. Þessi heimili hafa annaðhvort eða bæði tapað stórum hluta eigin fjár í fasteignum sínum eða eru komin í neikvæða stöðu. Auðvitað er hugsanlegt að með tímanum hækki íbúðaverð umfram lán og staða þessa fólks batni en þangað til verður staðan óþægileg. Í viðurkenningarskyni fyrir þessa frammistöðu tók Jóhanna svo við sem forsætisráðherra í vinstri stjórn sem bannaði þessu fólki helstu bjargir með því að snarhækka alla skatta og tefja fyrir atvinnusköpun vítt og breitt um landið. Lágir skattar og næg atvinna eru þó ein helsta forsenda þess að heimilin geti staðið við skuldbindingar sínar og treyst stöðu sína og þar með þjóðfélagsins.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar