Besti heilbrigðisráðherrann Ólafur Hauksson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. Auðvitað skyldi maður ekki alhæfa um skilvirkni ráðuneyta. Vafalítið fá einhverjir ágæta þjónustu. En það hefur vakið athygli mína, að af þeim mörgu sem ég þekki sem hafa átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið, sker eitt tímabil sig úr í þeirra augum. Það er þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra, á árunum 2007 til 2009. Án undantekninga talar fólk um að ráðuneytið hafi gjörbreyst með tilkomu Guðlaugs. Allt í einu var hægt að fá viðtal við ráðherrann án þess að þurfa að liggja vælandi í ráðuneytinu mánuðum saman. Ef hann hafði ekki tíma, þá fékk fólk samt svör. Ákvarðanir voru teknar. Dragbítar í stjórnsýslunni voru settir til hliðar og ráðuneytið blómstraði. Málum var fylgt eftir. Á þessum tæpu tveimur árum keyrði Guðlaugur Þór jafnframt fjölmörg þjóðþrifamál af stað. Sjaldan hefur jafn drífandi maður og Guðlaugur stýrt heilbrigðisráðuneytinu. Reyndar hef ég einnig heyrt vel látið af þeim tíma sem Siv Friðleifsdóttir hélt þar um stjórntaumana. Hún tók ákvarðanir og lét hlutina ganga. Því miður hefur Siv ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Við erum hins vegar svo heppin að Guðlaugur Þór gefur kost á sér áfram. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig best verður tryggt að kraftar hans nýtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. Auðvitað skyldi maður ekki alhæfa um skilvirkni ráðuneyta. Vafalítið fá einhverjir ágæta þjónustu. En það hefur vakið athygli mína, að af þeim mörgu sem ég þekki sem hafa átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið, sker eitt tímabil sig úr í þeirra augum. Það er þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra, á árunum 2007 til 2009. Án undantekninga talar fólk um að ráðuneytið hafi gjörbreyst með tilkomu Guðlaugs. Allt í einu var hægt að fá viðtal við ráðherrann án þess að þurfa að liggja vælandi í ráðuneytinu mánuðum saman. Ef hann hafði ekki tíma, þá fékk fólk samt svör. Ákvarðanir voru teknar. Dragbítar í stjórnsýslunni voru settir til hliðar og ráðuneytið blómstraði. Málum var fylgt eftir. Á þessum tæpu tveimur árum keyrði Guðlaugur Þór jafnframt fjölmörg þjóðþrifamál af stað. Sjaldan hefur jafn drífandi maður og Guðlaugur stýrt heilbrigðisráðuneytinu. Reyndar hef ég einnig heyrt vel látið af þeim tíma sem Siv Friðleifsdóttir hélt þar um stjórntaumana. Hún tók ákvarðanir og lét hlutina ganga. Því miður hefur Siv ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Við erum hins vegar svo heppin að Guðlaugur Þór gefur kost á sér áfram. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig best verður tryggt að kraftar hans nýtist.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar