Gagnlegir sögulærdómar 20. desember 2012 06:00 Árið 1956 var mynduð vinstrisinnuð ríkisstjórn á Íslandi undir forystu framsóknarmannsins Hermanns Jónassonar. Auk Framsóknarflokksins stóðu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að stjórninni; Sjálfstæðisflokkurinn einn var skilinn eftir í stjórnarandstöðu, eftir að hann hafði átt aðild að öllum ríkisstjórnum í tólf ár. Forseti Alþýðusambands Íslands varð ráðherra í stjórninni. Á tíma hennar fór verðbólga mjög vaxandi, og var því einkum kennt um að fullar vísitölubætur voru greiddar á laun; verðlagið hækkaði launin og launin hækkuðu verðlagið. Á árinu 1958 var svo komið að 1. desember áttu samningsbundin laun að hækka um 17% vegna verðlagshækkana. Forsætisráðherra fór fram á það við Alþýðusambandsþing að það féllist á að þessari launahækkun yrði frestað um mánuð meðan leitað væri lausna á þeim verðbólguvanda sem mundi leiða af hækkuninni. Lækkaði laun Um þetta synjaði Alþýðusambandið, ríkisstjórnin sagði af sér og við tók næstum 13 ára langt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrst með minnihlutastjórn Alþýðuflokksins (sem var þá í litlum tengslum við verkalýðshreyfinguna), síðar með þriggja kjörtímabila langri setu viðreisnarstjórnarinnar þar sem sjálfstæðismenn voru í forsæti. Þessi meirihluti ekki aðeins bannaði vísitölubætur á laun; hann beinlínis lækkaði öll samningsbundin laun með lögum snemma árs 1959. Þetta var árangur Alþýðusambandsins af því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Í rúst Á árunum 1974–79 var Verkamannaflokkurinn við stjórn í Bretlandi. Þetta voru tímar verðbólgu og atvinnuleysis, og gekk á ýmsu um samstarf ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. Veturinn 1978–79 hefur verið kallaður vetur óánægjunnar í breskum stjórnmálum (með vísun í leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja), og fór svo árið 1979 að meirihluti kjósenda valdi Íhaldsflokkinn til að fara með stjórn ríkisins. Við tók Thatchertímabilið, tveggja áratuga valdatími Íhaldsins, sem notaði völd sín meðal annars til að leggja verkalýðshreyfinguna nánast í rúst, einhverja sterkustu og óbilgjörnustu verkalýðshreyfingu í heimi. Þetta hafði hún upp úr því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Skyldu Gylfi Arnbjörnsson og aðrir forystumenn í Alþýðusambandi Íslands þekkja þessi sögulegu dæmi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1956 var mynduð vinstrisinnuð ríkisstjórn á Íslandi undir forystu framsóknarmannsins Hermanns Jónassonar. Auk Framsóknarflokksins stóðu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að stjórninni; Sjálfstæðisflokkurinn einn var skilinn eftir í stjórnarandstöðu, eftir að hann hafði átt aðild að öllum ríkisstjórnum í tólf ár. Forseti Alþýðusambands Íslands varð ráðherra í stjórninni. Á tíma hennar fór verðbólga mjög vaxandi, og var því einkum kennt um að fullar vísitölubætur voru greiddar á laun; verðlagið hækkaði launin og launin hækkuðu verðlagið. Á árinu 1958 var svo komið að 1. desember áttu samningsbundin laun að hækka um 17% vegna verðlagshækkana. Forsætisráðherra fór fram á það við Alþýðusambandsþing að það féllist á að þessari launahækkun yrði frestað um mánuð meðan leitað væri lausna á þeim verðbólguvanda sem mundi leiða af hækkuninni. Lækkaði laun Um þetta synjaði Alþýðusambandið, ríkisstjórnin sagði af sér og við tók næstum 13 ára langt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrst með minnihlutastjórn Alþýðuflokksins (sem var þá í litlum tengslum við verkalýðshreyfinguna), síðar með þriggja kjörtímabila langri setu viðreisnarstjórnarinnar þar sem sjálfstæðismenn voru í forsæti. Þessi meirihluti ekki aðeins bannaði vísitölubætur á laun; hann beinlínis lækkaði öll samningsbundin laun með lögum snemma árs 1959. Þetta var árangur Alþýðusambandsins af því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Í rúst Á árunum 1974–79 var Verkamannaflokkurinn við stjórn í Bretlandi. Þetta voru tímar verðbólgu og atvinnuleysis, og gekk á ýmsu um samstarf ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. Veturinn 1978–79 hefur verið kallaður vetur óánægjunnar í breskum stjórnmálum (með vísun í leikrit Shakespeares um Ríkharð þriðja), og fór svo árið 1979 að meirihluti kjósenda valdi Íhaldsflokkinn til að fara með stjórn ríkisins. Við tók Thatchertímabilið, tveggja áratuga valdatími Íhaldsins, sem notaði völd sín meðal annars til að leggja verkalýðshreyfinguna nánast í rúst, einhverja sterkustu og óbilgjörnustu verkalýðshreyfingu í heimi. Þetta hafði hún upp úr því að bregðast vinveittri ríkisstjórn. Skyldu Gylfi Arnbjörnsson og aðrir forystumenn í Alþýðusambandi Íslands þekkja þessi sögulegu dæmi?
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun