Fær aldrei frí á jólunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2012 08:00 Það er sterk hefð fyrir því í NBA-deildinni að spila á jóladag og það þykir mikill heiður fyrir lið og leikmenn að spila á þessum degi þrátt fyrir að það spilli mikið fyrir jólahaldi fjölskyldu leikmannanna. Á þessum degi fá nefnilega aðeins að spila skemmtilegustu og áhugaverðustu lið deildarinnar. Einn er sá leikmaður í NBA-deildinni sem er fastagestur í sjónvörpum Bandaríkjamanna á jóladag og það er Los Angeles Lakers-maðurinn Kobe Bryant. Vegna þessa hefur Kobe ekki fengið að eyða miklum tíma með fjölskyldu sinni á hápunkti jólanna en hann er að nú að spila á þessum degi fjórtánda árið í röð.Fimm leikir og einn í beinni hér Eins og undanfarin fjögur ár fara fram fimm leikir á jóladag og fyrir körfuboltaáhugamanninn þá eru þeir hver á fætur öðrum þannig að það er hægt að horfa á NBA-leik í beinni samfellt í meira en þrettán klukkustundir. Stöð 2 Sport mun sýna leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat klukkan 22.30 en þarna mætast liðin sem komust alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat liðið hafði þá betur. Kobe Bryant og félagar taka á móti liði New York Knicks í öðrum leik dagsins sem hefst klukkan átta að íslenskum tíma. Fyrsti leikur kvöldsins er á milli Brooklyn Nets og Boston Celtics. Eftir leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat spila síðan Chicago Bulls-Houston Rockets og Los Angeles Clippers-Denver Nuggets. Kobe bætti leikjamet þeirra Dolph Schayes, Earl Monroe og Shaquille O'Neal í fyrra en allir spiluðu þeir á sínum tíma þrettán leiki 25. desember. Bryant hefur nú skorað 349 stig í 14 leikjum á jóladegi eða 24,9 stig að meðaltali í leik og þar dregur hann niður fyrsti leikurinn þegar hann fékk aðeins að spreyta sig í fimm mínútur.Oscar Robertson á metið Kobe er nú 28 stigum frá því að jafna stigamet Oscars Robertson sem skoraði 377 stig í 12 leikjum eða 31,4 að meðaltali. Robertson var einnig með 12,1 stoðsendingu að meðaltali í þessum tólf leikjum sínum á jóladegi. Michael Jordan náði aðeins að spila sex leiki á jóladegi en hann skoraði í þeim 170 stig eða 28,3 að meðaltali í leik. Jerry West var með 32,2 stig í leik á þessum degi og Wilt Chamberlain skoraði 31,7 stig að meðaltali. Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir alla leiki Kobe á jóladegi og það er ljóst á þeirri upptalningu að kappinn hefur látið til sín taka á þessum degi enda bæði að skora, skjóta og spila mikið í öllum þessum fjórtán leikjum. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Það er sterk hefð fyrir því í NBA-deildinni að spila á jóladag og það þykir mikill heiður fyrir lið og leikmenn að spila á þessum degi þrátt fyrir að það spilli mikið fyrir jólahaldi fjölskyldu leikmannanna. Á þessum degi fá nefnilega aðeins að spila skemmtilegustu og áhugaverðustu lið deildarinnar. Einn er sá leikmaður í NBA-deildinni sem er fastagestur í sjónvörpum Bandaríkjamanna á jóladag og það er Los Angeles Lakers-maðurinn Kobe Bryant. Vegna þessa hefur Kobe ekki fengið að eyða miklum tíma með fjölskyldu sinni á hápunkti jólanna en hann er að nú að spila á þessum degi fjórtánda árið í röð.Fimm leikir og einn í beinni hér Eins og undanfarin fjögur ár fara fram fimm leikir á jóladag og fyrir körfuboltaáhugamanninn þá eru þeir hver á fætur öðrum þannig að það er hægt að horfa á NBA-leik í beinni samfellt í meira en þrettán klukkustundir. Stöð 2 Sport mun sýna leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat klukkan 22.30 en þarna mætast liðin sem komust alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat liðið hafði þá betur. Kobe Bryant og félagar taka á móti liði New York Knicks í öðrum leik dagsins sem hefst klukkan átta að íslenskum tíma. Fyrsti leikur kvöldsins er á milli Brooklyn Nets og Boston Celtics. Eftir leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat spila síðan Chicago Bulls-Houston Rockets og Los Angeles Clippers-Denver Nuggets. Kobe bætti leikjamet þeirra Dolph Schayes, Earl Monroe og Shaquille O'Neal í fyrra en allir spiluðu þeir á sínum tíma þrettán leiki 25. desember. Bryant hefur nú skorað 349 stig í 14 leikjum á jóladegi eða 24,9 stig að meðaltali í leik og þar dregur hann niður fyrsti leikurinn þegar hann fékk aðeins að spreyta sig í fimm mínútur.Oscar Robertson á metið Kobe er nú 28 stigum frá því að jafna stigamet Oscars Robertson sem skoraði 377 stig í 12 leikjum eða 31,4 að meðaltali. Robertson var einnig með 12,1 stoðsendingu að meðaltali í þessum tólf leikjum sínum á jóladegi. Michael Jordan náði aðeins að spila sex leiki á jóladegi en hann skoraði í þeim 170 stig eða 28,3 að meðaltali í leik. Jerry West var með 32,2 stig í leik á þessum degi og Wilt Chamberlain skoraði 31,7 stig að meðaltali. Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir alla leiki Kobe á jóladegi og það er ljóst á þeirri upptalningu að kappinn hefur látið til sín taka á þessum degi enda bæði að skora, skjóta og spila mikið í öllum þessum fjórtán leikjum.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira