Körfuknattleikskonan Guðrún Ásmundsdóttir var valin íþróttakona ársins 2012 hjá Haukum og handknattleiksmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson íþróttamaður félagsins á árinu 2012.
Guðrún lék mjög vel með kvennaliði Hauka sem fór í úrslit Iceland Express deildarinnar í körfubolta á vormánuðum 2012.
Stefán Rafn var lykilmaður í liði Hauka sem vann deilarmeistara- og bikarmeistaratitilinn á árinu 2012 og var besti leikmaður N1 deildarinnar nú í vetur áður en hann gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen seint á árinu.
Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í handknattleik og landsliðsþjálfari Íslands var valinn þjálfari ársins hjá félaginu en undir stjórn hans urðu Haukar deildar- og bikarmeistarar auk þess að vera lang efsta lið N1 deildarinnar í vetur.
Haukar heiðruðu íþróttafólk ársins
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
