Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2013 09:54 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur. Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur.
Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37